fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Saga Dröfn: ,,Það eru til konur sem finnst þær þurfa að rakka aðrar mömmur niður“

Mæður.com
Þriðjudaginn 25. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á tímum þar sem samfélagsmiðlar er stór partur af lífinu okkar. Ég eignaðist litla stelpu í byrjun þessa árs. Það hefur bæði verið æðislegt og krefjandi þetta foreldrahlutverk. Þegar ég var ólétt sóttist ég í facebook hópa sem voru sérstaklega gerðir fyrir mömmur. Í þessum hópum eru mæður á öllum aldri, frumbyrjur og konur sem eiga yfir fimm börn, sumar þeirra orðnar ömmur. Þessir hópar geta reynst manni virkilega vel, oft er verið að leita ráða, skoðana eða hóparnir notaðir til að miðla áfram upplýsingum til að nefna dæmi.

En eins og á flest öllum stöðum eru einstaklingar sem vilja setja sig í dómarasætið því aðrir gera ekki eins og þeir.

,,Af hverju er barnið ennþá bakvísandi?“
,,Af hverju er barnið ekki framvísandi?“
,,Ég myndi ALDREI gefa barninu mínu mat fyrir 6 mánaða aldur, meltingarfærin eru ekki nógu þroskuð“
,,Af hverju ertu ekki að gefa barninu meira en bara mjólk? sérðu ekki að það er sársvangt?“

Eins og ég sagði geta þessar síður reynst manni vel en oft geta þær bara valdið manni vanlíðan, því það eru til konur sem finnst þær þurfa rakka aðrar mömmur niður.

Ég talaði við vinkonu mína um daginn, báðar erum við með opna snapchat aðganga. Guð hjálpi okkur ef við gefum börnunum okkar brauð, að þau drekki pelann sinn liggjandi eða eru framvísandi í bílnum.
Ég hef talað um þetta á Snapchat aðgangi mínum og fékk þá oft þau svör að ég má svo sem búast við þessu þar sem ég er með opin aðgang. Já af því ég er með opin snapchat aðgang má senda mér ljót skilaboð. Því opinberar persónur eru ekki mannlegar, þær skulu gjöra svo vel að hafa allt fullkomið í kringum sig ef þær ætla deila myndum.
Ég er mjög ósammala þessari skoðun, mér var kennt þegar ég var yngri að ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá skaltu ekki segja neitt. Eitthvað sem margir mættu taka til sín.

Ég hef oft heyrt hugtakið ,,konur eru konum verstar“, en þarf það að vera þannig?
Í stað þess að rakka hvor aðrar niður að byggja hvor aðra upp.
Það er alltaf hægt að koma hlutum frá sér kurteisislega, til dæmis:

,,Ég myndi aldrei hafa barnið framvísandi, gerirðu þér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt?“.
,,Ég mun hafa barnið mitt bakvísandi af því það á að vera öruggara“.

Í stað þess að koma samviskubiti á aðrar mömmur, komið með vingjarnlega ábendingu.
Breytingin byrjar hjá þér, breyttu hugtakinu ,,konur eru konum verstar“ í ,,konur eru konum bestar“.
Það kostar ekkert að vera góður við náungann.

Færslan er skrifuð af Sögu Dröfn og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn