fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Heimagerðar kjötbollur með havartí að hætti Hönnu Þóru

Fagurkerar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni eldaði ég svo æðislegar kjötbollur með havartí osti og marinara sósu sem mig langar að deila með ykkur. Þessar bollur henta einnig þeim sem eru að sneiða hjá kolvetnum td LKL eða Ketó.

Uppskriftin er í raun einföld og allir geta græjað þessa máltíð.

1 kíló gott nautahakk

Havartí Kryddostur ( 8 sneiðar)
1 Egg

Salt

Pipar

Hvítur pipar
Hvítlauksduft eða hvítlauksgeirar saxaðir smátt

Þurrkuð basilíka

Oregano
Fersk frosin steinselja

Rifinn parmesan ostur

Byrjum á því að setja hakkið í stóra skál og krydda eftir smekk.

Þar á eftir er eitt egg sett útí og því blandað vel samanvið ( það gerir bollugerðina auðveldari og er einnig prófteinríkt)
Í lokin skar ég niður 8 sneiðar af Havartí og blandaði varlega út í kjötbollublönduna.

Svo tók við bollugerðin sem er tilvalið að fá krakka á heimilinu til að taka þátt í og skapa þannig skemmtilega samverustund í eldhúsinu.

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180806171358187_COVER

Fallegar bollur tilbúnar á pönnuna.

Ég steiki bollurnar á pönnu uppúr ólífuolíu áður en þær fara svo í ofnfast mót og klára að eldast í ofninum. Þetta gefur þeim gullinbrúna eldum að utan en þær eru ennþá safaríkar að innan.
00100dPORTRAIT_00100_BURST20180806171828600_COVER

 

Þegar bollurnar eru komanar í mótið tek ég eina af marinara sósunum okkar ( sjá uppskrift af henni HÉR)  og skelli á pönnuna ásamt einni dós af hökkuðum niðursoðnum tómötum og krydda aðeins með sömu kryddum og í við settum í bollurnar. Helli svo sóunni yfir bollurnar og þær fara inn í ofn á 200 gráður í 25 mínútur.

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180806173714819_COVER
Þegar bollurnar eru tilbúnar er æðislegt að setja rifinn mozzarella ost yfir bollurnar ásamt parmesan osti og pipar eftir smekk.
Það er hægt að hafa  allskyns meðlæti með þessum bollum, pasta, hvítlauksbrauð eða salat t.d.

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180806181452745_COVER

Verði ykkur að góðu :)

Ps. þið finnið mig á Snapchat og instagram

Snapchat – Hannsythora
Instagram – Hannathora88

Færslan er skrifuð af Hönnu Þóru og birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.