fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Helga Sóley gæti orðið of sein í sitt eigið brúðkaup: „Ég hef smá áhyggjur en á brúðurin hvort eð er ekki alltaf að láta bíða eftir sér?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 3. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Sóley Hilmarsdóttir ætlar að hlaupa fyrir Krabbameinsfélag Íslands í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið verður þann 18. ágúst næstkomandi. En maraþonið verður ekki það eina sem Helga tekur sér fyrir hendur þann dag heldur er hún einnig að fara að gifta sig.

„Síðastliðin tvö ár, hefur bróðir minn hlaupið tíu kílómetra og ég staðið á hliðarlínunni með vatnsbrúsa og fylgst með honum koma í mark. Eftir hlaupið í fyrra velti ég því fyrir mér hvað ég væri að gera á hliðarlínunni. Af hverju ég væri ekki að hlaupa sjálf og styðja gott málefni,“ segir Helga í viðtali við Bleikt.

Krabbamein snertir marga

Helga, sem er 28 ára lífsglöð, tveggja barna móðir, ákvað að hlaupa fyrir Krabbameinsfélag Íslands vegna þess að það snertir fjölskyldu hennar.

„Í lok síðasta árs lést móðurbróðir minn úr ólæknandi krabbameini og eftir að hafa horft upp á það hversu illa þessi sjúkdómur getur lagst á fólk ákvað ég að þetta væri málefni sem ég vildi leggja lið. Enda snertir þetta flesta og þekkja flestir til einstaklinga sem ýmist hafa tapað eða sigrað í baráttunni við krabbamein.“

Þegar Helga var búin að taka ákvörðun að taka þátt í maraþoninu í ár, áttaði hún sig á því að það væri haldið á sama degi og brúðkaupið yrði haldið.

„Við vorum tiltölulega nýbúin að ákveða dagsetningu fyrir brúðkaupið okkar og búin að bóka salinn þegar ég áttaði mig á því að hlaupið yrði sama dag. En ég ætlaði nú ekki að láta það stoppa mig.“

Verður kannski sein í eigið brúðkaup

Tíu kílómetra hlaupið hefst klukkan 9.35 og hefst brúðkaupsathöfn Helgu klukkan 13.30 og segist hún hafa örlitlar áhyggjur af því að verða sein í eigið brúðkaup.

„Jú, jú, ég hef smá áhyggjur en þetta reddast. Ég meina á brúðurin hvort sem er ekki alltaf að láta bíða eftir sér,“ segir Helga og hlær.

Helga er ekki vön því að hlaupa en hún hefur æft sig jafnt og þétt undanfarna mánuði fyrir stóra daginn. Vegna þess að Helga mun gifta sig stuttu eftir hlaupið tók hún þá ákvörðun að nái hún að safna markmiði sínu í söfnuninni muni hún hlaupa með brúðarslörið á sér.

„Markmiðið er 100.000 krónur og ef ég næ því þá hleyp ég með slörið! Mig langar bara að hvetja alla til að efla bæði líkama og sál með hreyfingu sem þessari og styðja um leið við góð málefni, já, eða heita á aðra hlaupara.“

Hægt er að heita á Helgu með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.