fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Ragga nagli – „Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að við erum öll mannleg, sama hvernig við lítum út.

Þú getur verið með kviðvöðva og líka magarúllur.
Þú getur verið með nafladellur en samt grjótharða miðju.

Nafladellur og magarúllur er ekki merki um að vera ekki ræktaður og fitt.

Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn.
Bingóvængir þýða ekki að þú slafrir börgera alla daga.
Múffutoppur þýðir ekki að þú slátrir ekki froskahoppum.

Það er þreyttara en sumarveðrið í Reykjavík að elta allar yfirlýsingar vefgúrúanna um hvað sé ásættanlegt útlit til að vera álitinn í formi.
Að bera sig saman við fílteraða, fótósjoppaða óraunhæfa útgáfu sem instagrammarar kjósa að birta okkur í tvívídd.

Ein sjálfa af átjánþúsund í hárréttri lýsingu með ondúlerað hár og rétta skugga.

Sýnum frekar mannlega flóru í allri sinni dýrð.
Rúllur. Appó. Dellur. Dinglandi húð. Slitför.

Það er allt merki um að vera mannlegur.
Velkominn í hópinn, við erum sjö biljón.

Þú getur verið urlandi ræktaður og sportað öllu galleríinu.
Eða þú getur verið í yfirþyngd og ekki hakað í neitt box.

Um leið og við fögnum breyskleikanum og sættum okkur við hann getum við hætt að halda niðri í okkur andanum þegar við pósum í myndatökum.

Lifi magarúllur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.