fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 20:00

Bryndís Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afmælisbarn dagsins í dag er Bryndís Schram, en hún er fædd 9. júlí 1938 og fagnar því áttræðisafmæli í dag.

Bryndís hefur verið í sviðsljósinu frá því hún var kjörin fegurðardrottnings Íslands þann 14. júní 1957 í Tívólí í Vatnsmýrinni. Bryndís lærði dans við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun hans.  Þar að auki lauk hún prófi í leiklist frá Þjóðleikhússkólanum og BA prófi frá H.Í. í latínu, frönsku og ensku. Síðan var hún fastráðinn dansari og leikari við Þjóðleikhúsið til 1970, en þá á fluttist hún til Ísafjarðar, þar sem hún og eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, stofnuðu og stýrðu Menntaskólanum á Ísafirði fyrsta áratuginn.

Morgunblaðið 15. júní 1957, skjáskot af timarit.is

Margir muna eftir Bryndísi úr Stundinni okkar, en hún sá um þáttinn árin 1979-1983, en Bryndís vann við dagskrárgerð og þáttastjórnun bæði hjá RÚV og Stöð 2. Leiknar persónur voru einkenni á þáttum Bryndísar í Stundinni okkar og þróaði Þórhallur Sigurðsson, Laddi, margar af þekktum persónum sínum þar, eins og Þórð húsvörð Eirík Fjalar.

Bryndís hefur einnig séð um leiklistargagnrýni í DV, enda alltaf viðriðin leikhúsin. Hún ritstýrði tímaritum og var um fjögurra ára skeið framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Þegar Jón Baldvin var sendiherra í Norður- og Suður-Ameríku og síðan í Finnlandi, Eystrasaltslöndum og Úkraínu stóð Bryndís fyrir blómlegu menningar- og landkynningarstarfi á vegum þessara sendiráða.

Bryndís og Jón Baldvin eignuðust fjögur börn; Aldísi, fædd 1959, Glúm fæddur 1966, Snæfríði fædd 1968, látin 2013 og Kolfinnu fædd 1970.

Í afmæliskveðju sem Glúmur ritar til móður sinnar á Facebook skrifar hann:

„Móðir mín Bryndís Schram er áttræð í dag. Það eitt og sér er absúrd þegar ég horfi á konuna. Gæti verið á mínu reki. Og hún situr ekki heima heklandi og prjónandi. No Sir! Hef ekki séð hana nýverið enda skilst mér að hún sé þjótandi eitthvað á járnbrautarteinum um Síberíu – eða var það Austurlandahraðlestin? Hvort heldur sem er þá er móðir mín alltaf á ferðinni út og suður. Hún kenndi mér ungum að kanna lönd og strönd. Sem og ég gerði. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir hana að eiga mig að syni – mun auðveldara allt fyrir mig líklega. Ég hef alltaf verið afar stoltur af móður minni sem ég tel glæstustu konu Íslandssögunnar. Að vera sonur slíkrar konu eru vissulega forréttindi – Guðs lán . Til hamingju mamma mía!“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.