fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Íslenskt barn Boltaberi Kia á leik Íslands og Argentínu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekka Rut Harðardóttir, 12 ára Árbæingur,  verður Boltaberi Kia á fyrsta leik Íslands í sögu HM, þegar liðið mætir Argentínu þann 16. júní á Spartak Stadium í Moskvu.

Hátt í 300 börn frá öllu landinu sóttu um að vera Boltaberi Kia og komust 10 krakkar í lokaúrslit í þáttunum Söguboltanum á RÚV. Sigurvegarinn var tilkynntur með pompi og prakt í þættinum Áfram Ísland á RÚV.

„Ég elska fótbolta og var bara að gera það sem ég geri vanalega. Ég er mjög spennt þar sem þetta verður mikið ævintýri í Rússlandi en við fáum tækifæri til að skoða helstu staðina í borginni,“ segir Rebekka.

Kia Motors stendur fyrir valinu á Boltabera Kia fyrir fjölmarga leiki á HM í Rússlandi, þar sem þeir eru samstarfsaðilar FIFA og fékk Bílaumboðið Askja það verðuga verkefni að útnefna boltabera fyrir leik Íslands og Argentínu.

Börnin tíu sem komust í úrslit.

Börn fædd á árunum 2004-2007 sendu inn myndbönd þar sem þau sýndu ástríðu sína fyrir fótbolta og dómnefnd valdi 30 myndbönd af þeim í undanúrslit, en skoða má myndböndin hér.

Í lokakeppninni, sem haldin var á vegum RÚV, framkvæmdu þau 10 sem komust í lokaúrslit ýmsar þrautir meðal annars jafnvægisæfingar og fengu að sýna hæfni sína sem íþróttalýsendur.

„Okkur bauðst tækifæri til að fá að sækja um að senda boltabera fyrir Kia hönd á HM í Rússlandi. Við vorum mjög spennt þegar svarið var jákvætt og sóttum aukalega um þennan leik, Ísland-Argentína, sem við fengum. Verkefnið hefur verið virkilega skemmtilegt og frábært hversu margir flottir krakkar höfðu áhuga á hlutverkinu. Boltaberinn mun ganga með keppnisboltann inn á völlinn og afhenda fyrirliðum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

Rebekka Rut mun fara með föður sínum, Herði Valssyni, til Rússlands á þennan sögulega stórleik,  sem eins og komið hefur fram, fyrsti leikur Íslands á HM frá því að keppnin var fyrst haldin árið 1930. Rebekka mun auk þess verða fyrsti íslenski boltaberinn, þannig það verður spennandi að fylgjast með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið