fbpx
Laugardagur 07.desember 2024

Þrifaráð Sólrúnar Diego: Svona þrífur þú fartölvuna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 10:00

Sólrún Diego

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og netinu. Haustið 2017 kom hennar fyrsta bók út, Heima, þar sem hún  kennir nýjar og skilvirkar leiðir til að halda heimilinu hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar.

Hér birtum við einn kafla úr bókinni, sem fjallar um þrif á tækinu, sem flest okkar nota daglega; fartölvunni.

Á lyklaborði dæmigerðrar fartölvu er talsvert meira af bakteríum en við kærum okkur um að vita. Til að hinda að þær dafni á tölvunni er gott að þrífa hana með þessum einfalda hætti.

Fljótleg þrif á fartölvu

Hvað þarftu?
Tvær tuskur
Skál
Vatn
Edik eða uppþvottalög
Eyrnapinna eða tannstöngul

  1. Slökktu á tölvunni, lokaðu henni og ekki hafa hana í sambandi við rafmagn.
  2. Blandaðu ediksblöndu í skál. Í stað ediksblöndu má nota nokkra dropa af uppþvottalegi út í vatn.
  3. Dýfðu hluta af tuskunni í blönduna og vittu hana mjög vel þar til hún er rétt svo rök. Strjúktu af ytra byrði tölvunnar með raka hluta tuskunnar og þurrkaðu hana svo vel með þurra hlutanum.
  4. Opnaðu tölvuna. Taktu eyrnapinna eða tannstöngul og renndu honum á milli takkanna á lyklaborðinu til að losa um óhreinindi. Strjúktu svo yfir með raka hluta tuskunnar og þurrkaðu með þurra hlutanum. Það er mjög mikilvægt að tuskan sé ekki blaut þar sem ekki má fara vatn inn í tölvuna.
  5. Taktu þurra tösku og nuddaðu skjáinn með henni til að ná burt fingraförum, ryki og öðrum óhreinindum. Oft fylgja fíngerðir klútar með raftækjum eða gleraugum sem henta líka sérstaklega vel í þetta vek.

Ekki bleyta tölvuna
Það er mjög mikilvægt að bleyta aldrei tölvuna, hvorki skjáinn, lyklaborðið né hvers kyns op á henni, því slíkt getur eyðilagt hana.

Sérstök hreinsiefni fyrir raftæki
Til eru sérstök hreinsiefni fyrir tölvuskjái sem seld eru í raftækjaverslunum. Einföld aðferð eins og lýst er á þessari opnu þarf alls ekki að vera síðri en að nota slík hreinsiefni.

Örtrefjatuskur fyrir raftæki
Þegar strokið er af raftækjum með tusku er mikilvægt að notast við örtrefjatusku en ekki aðrar tegundir af tuskum. Þá þarf alltaf að gæta að því að tuskan sé hrein.

Setja í box:
Ediksblanda
¼ borðedik
¾ vatn
Nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu
Best er að blanda hana í úðabrúsa og hafa hann svo við höndina ásamt tusku þegar heimilið er þrifið.
Sumir kjósa að hafa blönduna sterkari og má að sjálfsögðu hafa helmingshlutföll af ediki og vatni.
Ilmkjarnaolían gerir ilminn mun ferskari.
Nota má blönduna við flestar tegundir þrifa, en þó aldrei á náttúrustein.

Fylgjast má með Sólrúnu á heimasíðu hennar: solrundiego.is og Facebook, Instagram og Snapchat: solrundiego.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Vuk í Fram
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta færir fólkinu gleðifréttir – Eru í viðræðum við töframanninn

Arteta færir fólkinu gleðifréttir – Eru í viðræðum við töframanninn
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrir 1.200 árum skildi köttur eftir sig ummerki sem vekja athygli vísindamanna

Fyrir 1.200 árum skildi köttur eftir sig ummerki sem vekja athygli vísindamanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.