fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Nokkur góð ráð fyrir barnafólk á leið til sólarlanda frá Selmu Sverris

Öskubuska
Þriðjudaginn 5. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sambýlismaðurinn skelltum okkur til Tenerife á dögunum og var það í fyrsta skipti sem ég fer til útlanda síðan sonur minn fæddist. Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum & myndum úr ferðinni en vonandi geta einhverjir notið góðs af því, eða að minnsta kosti gert eins og ég: skrollað og skoðað myndir úr útlandaferðum annarra meðan ég læt mig dreyma um að komast í slíkt ferðalag sjálf! (Ég er pottþétt ekki ein um þetta). Áður en ég lagði af stað var ég lost hverju ég ætti að pakka en elsku Hildur Hlín bjargaði mér alveg með þessari færslu sinni hér, en þar er að finna góðan og ítarlegri lista yfir hvað er gott að hafa meðferðis.

Tenerife er mjög vinsæll ferðamannastaður en hann hentar einstaklega vel að okkar mati fyrir þá sem vilja reyna að slappa af og eru með barn/börn með í för.

 

 

Ég tek það þó fram að það er ekki beinlínis frí að vera erlendis með barn heldur er betra að horfa á það sem ferðalag…þar sem stöku slökun í sól er möguleg & kokteill um hádegi á virkum degi er samfélagslega samþykktur!

 

 

Nokkur ráð fyrir barnafólk:

– Sólhattur er möst, ég keypti hvítan sem passaði við allan fatnað en hann var keyptur í H&M hérna heima áður en við fórum ef ske kynni að sólin myndi taka á móti okkur strax á flugvellinum. Hann kostaði eitthvað í kring um þúsund krónur minnir mig.

– Sólarvarnarfroðan frá Evy (Proderm) er auðveld og þægileg i notkun og tiltölulega litið klístruð. Umfram allt er þægilegt að maka henni á barnið!

– Snakkpokinn bjargaði okkur oft frá kerrusetupirring. Ég keypti litla klísturhelda rennda poka í Söstrene Grene. Í þá setti ég ýmist barnakex, Ellu puffs, cherios, rúsínur, vínber eða saltstangir (saltið getur verið gott i hitanum).

– Sörf-gallinn, barnið getur verið viðkvæmt fyrir sólinni og því er gott að verða sér út um langerma sundgalla á barnið, mér fannst þeir ekki auðfundnir og hvað þá að hægt væri að velja um einhvern smekklegan en við fundum okkar í Primark eftir nokkra leit.

– Leikföng í flugið. Flugið til Tenerife eru tæpir 6 timar og það hefur enginn smákrakki gaman að því allan tímann.

– Gráar sokkabuxur urðu skyndilegt möst hjá okkur en litli maðurinn er ekki alveg farinn að ganga og til þess að geta verið sumarlegur i stuttbuxum var stundum nauðsynlegt að hafa hann i sokkabuxum til þess að hlífa fótleggjunum, en oft var hann að skríða á stéttinni úti og þess háttar. Hvítar sokkabuxur eru fljótar að verða skítugar og það vill enginn vera í svörtum sokkabuxum í sólinni.

– Góð kerra er aðalatriðið í svona ferð en við eigum Silver cross Reflex eins og allir Íslendingar held ég. Hún kom sér mjög vel í ferðinni en skerminn er hægt að leggja alveg niður sem er mjög hentugt fyrir síestuna hjá litla fólkinu.

– Vatnskanna/flaska er mikilvæg en ég fann fyrir því að ég þurfti að minna sjálfa mig á að gefa barninu að drekka mun oftar en við erum vön.

– Blautþurrkur eru þarfaþing og vanalega nota ég waterwipes en þær eru ekki með neinum ilmefnum eða neinu. Þær henta því fínt í bleyjuskipti, klístraða putta, skítugt andlit & þegar búið er að sulla mat í fötin. Mínar kláruðust og það er ekkert smá magn af sápu og ilmefnum i algengustu þurrkunum hér. En ég fann ágætar blæði bleyjur og blautþurrkur í Carrefour sem er eins konar Wallmart Spánverjans.

– Stílar er eitthvað sem gott er að hafa með hvert sem maður fer. Flensa eða verkir gera ekki boð á undan sér og það er ágætt að vera með Nurofen (barna ibufen) og stíla meðferðis til öryggis.

 

Hér getið þið svo séð smá brot af fríinu okkar:

Aukasætið á milli foreldranna – þvílíkur bónus!

Mjög víða skemmtileg leiktæki fyrir börn – mæli sérstaklega með garðinum fyrir utan Park Santiago VI

Mæli ekki sérstaklega með barnamatseðlum, oftast var betra og hollara að gefa barninu bara að borða af okkar mat

Apagarðurinn var líklega hápunktur ferðarinnar

Ein þreytt mamma en samt endurnærð

Hægt er að fylgjast með Selmu á Instagram undir notandanafninu: selmasverris

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?