fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Bikiníbyltingin: Taktu þátt og birtu bikinímynd með myllumerkinu #bikinilikami

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær vakti greinarmoli í Fréttablaðinu, sem bar heitið „Flott í bikiní“, gríðarlega athygli og gagnrýni á samfélagsmiðlum. Fjöldi kvenna dreifði myndum af greininni og ljóst var að þær voru óánægðar með þá óvirðingu gagnvart kvenlíkamanum sem greinarmolinn fól í sér. Hafdís Magnúsdóttir var ein þeirra sem deildi mynd af greininni með eftirfarandi orðum:

„Bara svo starfsmenn Fréttablaðsins vita, þá er árið 2018 og við þurfum ekki ráð við því hvernig við förum í bikíni og hvernig við undirbúum fyrir bikiní. Það er alveg nóg að eiga bikiní og klæða sig í það og njóta og þá er markmiðinu náð.

Ég veit af alltof mörgum konum á öllum aldri sem neita sér það að fara í sund eða á ströndina því það veldur kvíða og óöryggi með líkama þeirra. Takk eða þannig því þessi grein hjálpar ENGUM!!!!

Kveðja frá þessari sem ætlar EKKI að grafa sig ofan í sandinn í sumar, né krossleggja fætur og teygja úr sér svo fitukeppirnir sjást ekki né ætla ég að borða bara hnefafylli af mat í hvert sinn eða forðast salt, brokkolí (ok jú forðast brokkolí því það er ógeð) og önnur matvæli þremur dögum áður en ég fer í bikiní.“

 

Hafdís deildi einnig tveimur myndum af sér í bikiní og alveg greinilegt að hún er fullfær um að klæðast því hvenær og hvar sem hún velur sjálf.

Okkur á Bleikt finnst allar konur vera fallegar, og við hvetjum konur til að taka þátt og deila myndum af sér undir þessa grein og/eða á samfélagsmiðla með myllumerkinu #bikinilikami.

Verum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir okkur og aðra, sátt í sál og skinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.