fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Ásta er gagnrýnd fyrir að hafa 17 mánaða dóttir sína á brjósti: „Fólk finnur alltaf þörf á því að blanda sér í okkar mál og ég er komin með leið á því“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 22. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Sóley Gísladóttir fær reglulega spurningar frá fólki þegar það kemst að því að 17 mánaða gamla dóttir hennar sé ennþá á brjósti.

„Fer þetta ekki að verða komið gott? Ertu ennþá með hana á brjósti?! Þetta eru allt spurningar sem ég fæ mjög reglulega. Fólk finnur alltaf þörf á því að blanda sér í okkar mál og ég er komin með leið á því,“ segir Ásta Sóley í einlægri færslu sinni á Narnia.

Kemur engum við

„Þetta er okkar mál, það er ég sem er að gefa henni brjóst og þetta hreinlega kemur engum öðrum við.“

Ásta viðurkennir að áður en hún átti Viktoríu, dóttur sína, gerði hún ráð fyrir því að brjóstagjöfin yrði ekkert mál og kynnti hún sér hana því ekki sérstaklega.

„Ef ég hefði vitað að brjóstagjöf gæti verið svona erfið hefði ég hiklaust farið á námskeið. Ég hélt þetta væri bara eins og í bíómyndunum, maður myndi bara skella barninu á brjóstið og síðan myndi þetta bara ganga að sjálfu sér.“

Brjóstagjöfin gekk hins vegar ekki alltaf vel hjá Ástu og Viktoríu.

„Hún byrjaði mjög illa og ég þurfti mikla hjálp uppi á spítala og frá heimaljósmóðurinni. Mér gekk mjög illa að leggja hana á brjóstið og var mjög klaufaleg. Ég var næstum því búin að hætta með hana á brjósti fyrstu vikuna því mér fannst þetta allt svo hræðilegt og ég var ekki að ná þessu.“

Grétu í kór

Ásta segir að hún hafi þrjóskast við í tvær vikur og þá hafi brjóstagjöfin loksins farið að ganga upp.

„Við Viktoría grétum í kór oft á dag fyrstu vikuna. Hún grét vegna svengdar og óþolinmæði og ég af því að ég náði ekki tækninni og leið eins og verstu móður í heimi vegna þess. Loksins þegar hún var tveggja vikna byrjaði allt að ganga vel og ég var svo ánægð með mig að hafa ekki gefist upp.“

Þegar Viktoría var einungis tveggja mánaða gömul fékk hún RS vírusinn og síðan þá hefur hún gripið allar pestir.

„Eftir að hún byrjaði að borða þá reyndi ég að minnka brjóstið en svo varð hún alltaf veik og vildi ekkert borða þannig að hún fékk brjóst. Í dag er hún 17 mánaða grallari og er sem betur fer farin að borða ágætlega vel. Ég ætlaði mér alltaf að hætta með hana á brjósti þegar hún yrði 1 árs en svo finnst okkur báðum þetta svo æðisleg stund. Ég ákvað því að leyfa henni bara að halda áfram að fá kvöldsopann sinn. Ég mun hætta með hana á brjósti þegar við erum báðar tilbúnar til þess og ekki fyrr, alveg sama þótt fólk ætli endalaust að skipta sér af þessu. Sem ég vona samt að hætti.“

Ásta segir brjóstagjöf ekki vera sjálfsagt mál og að margar konur langi að hafa börnin sín á brjósti en geti það ekki.

„Það er svo leiðinlegt fyrir þær konur að fá athugasemdir eins og „Af hverju ertu að gefa barninu þínu pela“ eða „Veistu ekki að það er lang best að gefa barninu brjóst?“ Svo fá konur sem vilja hafa börnin sín lengur á brjósti heldur en til eins árs líka athugasemdir. Fólk virðist alltaf þurfa að skipta sér af þessu sama hvort barnið sé ekki á brjósti eða „of lengi“ á brjósti. Ég skil ekki af hverju fólk má ekki gera það sem það vill í friði. Ég ætla að hafa Viktoríu á brjósti aðeins lengur, ekki vegna þess að hún þarf þess heldur einfaldlega vegna þess að við elskum þetta báðar.“

Hægt er að fylgjast með ástu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: astasoley23

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð