fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Hvað segir dóttirin? Mamma er hjartahlýtt sjarmatröll

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Helga Möller hefur sungið sig í hug og hjörtu þjóðarinnar í áraraðir og var fyrst Íslendinga til að keppa í Eurovision sem hluti af ICY-hópnum. DV heyrði í dóttur Helgu, Elísabetu Ormslev, og spurði: Hvað segir dóttirin um mömmu?

„Ég hef alltaf litið á mömmu mína sem algjört ljós og ég held að flestir sem verða á hennar vegi geti sagt slíkt hið sama. Hún er hjartahlýtt sjarmatröll með algjöran aulahúmor sem verður reyndar alltaf betri með árunum. Eða kannski er minn húmor að verða lélegri. Hún er mikil tilfinningavera og er algjörlega með hjartað á erminni. Hennar helsti galli er hvað hún er þrjósk og þver en hennar helsti kostur er að hún jafnar sig fljótt á nánast hverju sem er. Hún er með besta og hlýjasta knús og bjartasta bros veraldar og hún er besta mamma sem ég hef átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.