fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Öskubuska
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund „to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi.

Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins og ég eigi við einhverja áráttu að stríða).

Brúðkaupslistinn minn er langur, hann spannar allt sem mér hefur dottið í hug, eða fundið á öðrum sambærilegum listum, yfir það sem þarf að gera fyrir brúðkaupið.

Svona lista er alveg einstaklega þægilegt að hafa, þeir veita manni góða yfirsýn og hálpa manni að vinna brúðkaups undirbúninginn skref fyrir skref.

Mig langar að deila með ykkur mínum lista og vonandi hjálpar hann ykkur eitthvað í ykkar undirbúning.

Tek það fram að þessi listi ekki tæmandi og mögulega er eitthvað á honum sem hentar ykkur ekki, en hann er kannski góð grind til þess að byggja ykkar lista upp 🙂

Stóri brúðkaupslistinn

12-24 mánuðum fyrir brúðkaup

  • Ákveða dag
  • Panta sal
  • Bóka prest
  • Bók kirkju
  • Undirbúa gestalista
  • Gera budget

9-12  mánuðum fyrir brúðkaup

  • Senda út “save the date kort”
  • Bóka ljósmyndara
  • Bóka söng í kirku (og/eða veislu)
  • Finna veislustjóra
  • Bóka DJ
  • Ákveða þema
  • Ákveða graffík/leturgerð á boðskortum (og skreytigum)
  • Máta kjóla og huga að kaupum á kjól
  • Ákveða mat/matseðil/veisluþjónustu
  • Bóka hótel fyrir brúðkaupsnóttina
  • Bóka hárgreiðslu
  • Bóka make up

6-9  mánuðum fyrir brúðkaup

  • Panta boðskort
  • Panta blóm
  • Gjafalistar
  • Staðfesta allt
  • Klára kaup á kjól
  • Byrja að sanka að sér skreytinum
  • Ávkeða brúðartertuna (smökkun + pöntun)
  • Fá staðfestingu á öllu sem búið er að bóka

4-6  mánuðum fyrir brúðkaup

  • Föt og skór á brúðguma
  • Föt og skór á börn/hringabera/blómastelpur
  • Panta cover á stóla
  • Klára gerð matseðils og ákveða víntegundir ásamt fjölda
  • Klára að panta allar skreytingar sem koma erlendisfrá

2-4 mánuðum fyrir brúðkaup

  • Klára kaup á hringum
  • Panta dúka
  • Kaupa undirföt
  • Sokkaband
  • Láta hreinsa skartgripi
  • Búa til heimasíðu og FB event (ekki bjóða í eventinn strax, heldur þegar nær dregur)
  • Ákveða #hastag
  • Senda út boðskort
  • Fara með kjól til saumakonu
  • Bóka þjóna

6-8 vikum fyrir brúðkaup

  • Kaupa morgungjöf
  • Kaupa gestagjafir
  • Kaupa gjafir fyrir þá sem hjálpa
  • Festa kaup á öllu áfengi
  • Byrja að ganga brúðarskóna til
  • Fá loka staðfestingu frá öllum
  • Heyra í ljósmyndara varðandi myndatöku og staðsetningar
  • Prufugreiðsla
  • Prufu makeup
  • Vera komin með hringapúða, tertuhníf og kampavínsglösin
  • Ákveða tónlist og vera heyra í DJ-inum

4 vikum fyrir brúðkaup

  • Klára allt DIY
  • Sækja um hjónavígsluvottorð
  • Hafa alla pappíra klára sem þarf
  • Heyra í þeim sem ekki hafa svarað boðskortum
  • Hafa skreytingar klárar
  • Gera FB event

3 vikum fyrir brúðkaup

  • Senda allt í prentun sem þarf

2 vikum fyrir brúðkaup

  • Hafa kjólinn klárann
  • Sætisplan
  • Klára að hafa til gestagjafir
  • Búa til “wedding day emergency kit”
  • Feðgar í klippingu

1 viku fyrir brúðkaup

  • Hafa allar peningagreisðslur klárar
  • Neglur
  • Spray tan
  • Funda með þeim sem þjóna
  • Funda með kokkum

Daginn fyrir brúðkaup

  • Skreyta sal
  • Ná í brúðartertu
  • Fara yfir dagskrá
  • Heyra í þjónunum, kokkum o.fl. varðandi skipulag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Banaslys í Mosfellsbæ

Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.