fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Ósk Arnþórsdóttir var í ofbeldissambandi í sex ár: „Ef hann fékk ekki það sem hann vildi, þá tók hann það með afli“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 12. febrúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ósk Arnþórsdóttir var einungis 15 ára gömul hóf hún samband með manni sem var sjö árum eldri en hún. Fljótlega fór að bera á því að ekki væri allt með feldu og átti hann eftir að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi allt þeirra samband.

Hann var sjúklega ástfangin af mér og ég var rosalega glöð að einhver skyldi sýna mér athygli. Hann fór yfir öll mörk sem ég átti,

segir Ósk í einlægri færslu á Facebook sem hún ritar til að vekja athygli á átaki Stígamóta „Sjúk ást“.

Hann byrjaði á því að beita mig andlegu ofbeldi þegar við vorum búin að vera saman í kannski tvo mánuði. Hann sagði við mig að ég væri heppin að hann vildi vera með mér því engin annar myndi líta við mér.

Trúði því að fjölskylda sín væri vond

Fljótlega mátti Ósk ekki hitta stráka vini sína og í kjölfarið taldi hann henni trú um að stelpurnar hefðu slæm áhrif á hana.

Svo kom hann því inn í hausinn á mér að fjölskylda mín væri vond við mig og vildu ekkert með mig hafa. Ég fór því að loka mig meira af og tala minna við vini og fjölskyldu.

Ósk greinir frá því að þegar maðurinn hafi verið í vinnunni hafi hann bannað henni að fara út úr húsi til þess að koma í veg fyrir að hún myndi hitta einhverja stráka.

Ef hann fékk ekki það sem hann vildi, þá tók hann það með afli. Ég man sérstaklega eftir því þegar hann tók mig hálstaki og kreisti eins fast og hann gat. Þá spurði hann mig hvort ég væri hrædd og greindi mér frá því að ég ætti að vera það. Svo sleppti hann mér rétt áður en ég missti meðvitund.

Sambandið gekk áfram í sex ár og á meðan hafði Ósk ekki stjórn á neinu, hún var hans eign.

Alveg sama hvað ég reyndi, allt sem ég gerði var rangt. Ég var ljót og asnaleg og rosalega heppin af því að hann vildi mig, en enginn annar.

Hótaði sjálfsmorði ef hún skyldi fara

Ósk segir að maðurinn hafi lifað inni í hausnum á henni. Hans skoðanir hafi verið hennar skoðanir og hún vissi ekki hver hún var.

Ef ég vildi fara frá honum, þá hótaði hann því að drepa sig og að ég myndi þurfa að hafa það á samviskunni að hafa drepið blásaklausan mann.

Eftir sex löng ár komst Ósk loksins út úr sambandinu með aðstoð fjölskyldu og vina.

Ég var rosalega hrædd, rosalega lengi. Ég fékk martraðir og vaknaði grenjandi á nóttunni og hélt að hann væri að koma að drepa mig, hann hafði jú hótað því margoft.

Hvetur fólk að leita sér hjálpar

Ósk leitaði sér aðstoðar hjá Aflinu sem eru samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi.

Enn þann dag í dag er ég að kljást við það sem hann gerði mér. En ég er ekki lengur hrædd við hann, ég er margfalt sterkari en brotna stelpan sem gekk í burtu frá honum fyrir að verða sex árum síðan. Ég kynntist sjálfri mér upp á nýtt og enginn fær aftur að gera mér það sem hann gerði.

Ósk biðlar til fólks sem er í sömu stöðu að leita sér hjálpar, alveg sama hverju gerandinn hótar.

Þetta er ekki þess virði að missa mörg ár af lífinu sem þú færð aldrei aftur. Þú getur ekki hjálpað manneskjunni því hún er sjúk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.