fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Uppskriftir af gómsætum réttum fyrir veisluna frá Fríðu Björk

Fríða B. Sandholt
Mánudaginn 29. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í síðustu færslu frá mér, þá varð ég fertug um daginn. Já, fertug. 
Í fyrsta sinn á ævinni, fannst mér ég vera farin að eldast og í fyrsta sinn upplifði ég þá tilfinningu að mér fannst erfitt að verða árinu eldri, sem er skrítið, því að á sama tíma er ég svo þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að lifa eitt ár í viðbót, fagna einu árinu enn. 


Ég hélt veislu. 
Ég ákvað að bjóða þeim sem mér standa næst að koma og fagna með mér, og ég er svo þakklát fyrir það að fólkið mitt gaf sér tíma til að koma og fagna með mér. Og ég sá að ég á fullt af fólki í kringum mig, sönnum og góðum vinum og ættingjum. 

En aftur að veislunni 🙂 Ég hélt semsagt smá kaffiboð á laugardaginn fyrir fólkið mitt og svo var ég með smá partý um kvöldið. Í öllu fjörinu gleymdi ég samt eiginlega að taka myndir, svo að þær fáu myndir sem ég tók, læt ég fljóta með hér í þessum pósti.

Kökuna bakaði ég sjálf. En þetta er bara súkkulaðiterta með smjörkremi og fondant. Blómin eru gerfiblóm sem ég keypti í IKEA.

Ég bauð upp á tertur, heita rétti og fleira að deginum til og þar á meðal var ég með heitann rétt sem ég henti saman. Ég er svolítið þannig að ég á erfitt með að fylgja uppskriftum þegar ég er að elda eða baka, svo að það er misjafnt hvernig réttirnir heppnast sem ég geri 😉

En heiti rétturinn var ágætur, þrátt fyrir að ég hafi ekki haft neina uppskrift, en ég skrifaði hana niður og skelli henni því hér inn ásamt uppskrift af tortilla vefjum sem ég bauð upp á um kvöldið.

Ég var með tvær tegundir af vefjum. Annarsvegar vefjur með reyktum laxi og hins vegar vefjur með skinku, papriku og tabasco sósu. Það er ótrúlega einfalt að útbúa þær og því er tilvalið að skella í vefjur ef gesti ber að. En eins og ég sagði, þá steingleymdi ég að taka myndir, svo að þær eru ekki til, hvorki af heita réttinum eða vefjunum.

En hér koma uppskriftirnar:

Brauðréttur 

Hráefni
1 fínt samlokubrauð
1 c.a. 20 sneiðar af skinku, skornar ílitla bita
1 dós grænn aspas
1 dós sveppir
1 dós aspas-Campell´ssúpa
1 dós sveppasmurostur
3 dl rjómi
Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Rífið brauðið í eldfast mót, og takið skorpuna frá. Hellið safanum af bæði aspasnum og sveppunum yfir brauðið.
    2. Hrærið saman, campell´s súpunni, rjómanum og smurostinum.
    3. Dreifið aspasinum, sveppunum og skinkunni yfir brauðið

4.Hellið blöndunni yfir allt saman og dreifið rifna ostinum yfir.

  1. Bakið við 180°c þar til osturinn hefur brúnast.

Tortilla vefjur með skinku og papriku

Hráefni

500 gr papriku smurostur

¼ smátt skorinn blaðlaukur

20 sneiðar skinka (smátt skorin)

10 dropar Tabasco sósa

1 rauð paprika (smátt söxuð)

Aðferð:

  1. Hrærið öllu saman
  2. Smyrjið á tortillabökur, rúllið upp.
  3. Skerið í hæfilega stóra bita.

Borði fram kalt.

Tortilla vefjur með reyktum laxi

Hráefni:

Reyktur lax (niðurskorinn)

20 msk. Rjómaost með pipar
10 blöð Iceberg kál

Aðferð:

  1. Smyrjið bökuna með rjómaostinum
  2. Setjið kálblöðin á og svo að lokum laxinn.
  3. vefjið bökunum upp og skerið í hæfilega stóra bita.

Borið fram kalt.

Veisluborðið í kaffiboðinu að deginum til.
Veitingarnar sem voru um kvöldið.

Færslan birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.