fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar.

Vildi ekki vera þræll símans

Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana,

segir Auður í færslu á Belle.is

Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.

En ef þú kannast við þetta: Þú ert á Facebook eða öðrum samfélagsmiðli og ert búin að skrolla í langa stund og ákveður að leggja frá þér símann. Aðeins nokkrum mínútum seinna ertu komin með símann aftur í hendurnar og ert komin aftur á sömu síðuna að leita þér að einhverju nýju þér til afþreyingar. Þá er þetta ekki lengur afþreying heldur er þetta orðið að fíkn og þá er tími til að leggja frá sér símann eða tölvuna.

Lifum í gerviheimi sem er ekki að gera neinum greiða

Auður nefnir þá staðreynd að foreldrar setji takmörk á síma- og tölvunotkun barna sinna þar sem það er hollt fyrir þau og spyr af hverju fullorðið fólk geri það þá ekki við sjálft sig.

Það er okkur líka hollt að komast upp úr þessu vítahring samfélagsmiðlanna. Margir eru á þeim stað að like-in veiti þeim skammvinna hamingju sem fólk fer þá að leita meira og meira í. Með því erum við farin að meta okkur sjálf að verðleikum eftir like-um, kommentum, fylgjendum og öllu sem þessu fylgir. Lifum inn í gerviheimi sem er ekki að gera neinum greiða.

Auður ákvað að setja sjálfri sér takmark á það hversu oft hún mætti vera í símanum og ákvað að byrja á því að mega bara kíkja í símann tíu sinnum yfir daginn og eyða í kringum klukkutíma á samfélagsmiðlum.

Þetta gekk ágætlega þótt það hafi komið dagar inn á milli þar sem ég festist aðeins. Ég er hætt að athuga símann minn um leið og ég vakna og ég borða ekki morgunmatinn minn með símann í hendi. Allt í einu var morgunmaturinn minn farin að bragðast miklu betur og ég fór að njóta hans meir. Ég fann einnig að ég var farin að veita umhverfi mínu meiri athygli og uppgötva nýja hluti í kringum mig sem fengu mig til þess að líða betur. Ég var farin að gleyma því hvar ég lét símann minn og mér var alveg sama, ég þurfti ekki á honum að halda.

Samfélagsmiðlar hluti af lífinu

Auður segir að eftir að hún hafi tekið þessa ákvörðun hafi hún notið þess mun meira að eyða tíma með fjölskyldunni sinni og að leika við son sinn.

Eða bara eitthvað annað sem veitti mér mun meiri hamingju og minningar heldur en að skoða samfélagsmiðla. Hafið þið ekki lengi í því að fera í partýi eða fjölskylduboði og allir eru í símanum? Við könnumst vel við þetta á okkar heimili á kvöldin þar sem ég hef verið í einum enda sófans með tölvuna að horfa á Netflix og kærasti minn í hinum endanum með síma tölvu. En ekki lengur ég ætla ekki að láta þetta verða að mínum veruleika lengur og ég vona að þið hin íhugið að setja sjálfum ykkur mörk sem og öðrum yngri fjölskyldumeðlimum.

Auður segist þó ekki vera tilbúin til þess að hætta alfarið á samfélagsmiðlum enda njóti hún þess einnig að geta fylgst með ættinni sinni, vinum og kunningjum, skoða áhugaverðar myndir á Instagram og horfa á skemmtileg snöpp.

Þetta er líka orðið partur af lífinu sama hvort okkur líkar það betur eða verr en það er hægt að njóta þessara miðla svo miklu meira ef maður er ekki háður því að skoða þá á fimm mínútna fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“