fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Fríða B. Sandholt
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja, það hlaut að koma að því.

Fertug.

já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra.

En hvað er svosem aldur? Segja árin allt?

Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg ár við höfum lifað, hversu mörg afmæli við höfum átt. Það sem mótar okkur er að sjálfsögðu hvernig við höfum lifað þessi ár, hvað við höfum gengið í gegn um og hvað við höfum tekist á við í gegn um lífið. Og ekki bara það, heldur hvernig við höfum tekið á þeim verkefnum sem fyrir okkur hafa verið lögð.

Fyrir nokkrum árum tók ég meðvitaða ákvörðun um það, eftir erfiða reynslu sem við fjölskyldan gengum í gegn um að ég skyldi ALLTAF halda upp á afmælið mitt og afmæli maka míns og barnanna okkar.

Því að það er nú þannig að þrátt fyrir allt, að þá vitum við aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn og við vitum aldrei hvenær við höldum upp á afmæli ástvina okkar í hinsta sinn.

Og þrátt fyrir það að í fyrsta sinn á ævinni, hlakka ég ekki til að eiga afmæli, þá ætla ég samt að fagna því með ástvinum mínum og vinum. Því að það sem skiptir mestu máli í lífinu er að eiga góða að. Góða fjölskyldu og trygga vini.

Ég held að það sé hollt fyrir alla að líta á lífið sem reynslu. Líta á hvert ár sem auka innlegg í bankann og að með hverju árinu öðlast maður meiri reynslu og þroska. Og þar með geti maður miðlað þeirri dýrmætu reynslu sem við búum að til annarra. Ekki satt?

Og eftir allt saman, eru það ekki einmitt elstu vínin sem eru best?

Til hamingju með afmælið ykkar, njótið þess að lifa hvert ár og fagnið því í hvert sinn með þeim sem ykkur standa næst.

Færslan birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi