fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025

Scott Disick hefur verið upptekinn síðustu fimm daga – Er Sofia Richie nýja stúlkan í augnablikinu?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. maí 2017 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick hefur verið heldur betur upptekinn síðustu fimm daga, en hann hefur sést eiga notalegar og „rómantískar“ stundir með að minnsta kosti sex konum. Sú fyrsta sem hann sást með í vikunni var nítján ára leikkonan Bella Thorne. Bleikt greindi frá því að þau fóru saman á Cannes kvikmyndahátíðina á miðvikudaginn. Heimildarmaður E! News sagði Scott hafa farið með Bellu til Frakklands einungis til að fara í taugarnar á fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður Kourtney Kardashian en hún var einnig stödd í Cannes.

Scott Disick og Bella Thorne.

Scott og Bella sáust kela í sólinni og skemmta sér, en næsta dag var komin ný stúlka í arma hans. Það var Chloe Bartoli, sama kona og hann sást með nokkrum dögum áður en Kourtney hætti með honum 2015.

Scott og Chloe.
Scott og Chloe.

Daginn eftir sást hann með fyrirsætunni Ellu Ross og breska bloggaranum Maggie Petrove.

Scott og Maggie.

 

Scott og Ella Ross.

Á laugardaginn sást hann kyssa brúnhærða konu en ekki er vitað hver hún er.

Scott og hin dularfulla brúnhærða kona.

Nú eru komnar á kreik sögusagnir um að stúlkan sem Scott hefur áhuga á í augnablikinu sé engin önnur en hin átján ára gamla Sofia Richie. Sofia er dóttir stórsöngvarans Lionel Richie og fyrrverandi kærasta Justins Bieber.

Það sást til þeirra saman á snekkju nálægt Cannes. Hann lyfti Sofiu upp og hélt á henni. Hann sást einnig kitla hana á meðan hún lá á bakinu. Sofia Richie hefur tjáð sig um samband sitt við Scott á Twitter og neitar að eitthvað rómantískt sé á milli þeirra.

Scott fór í afmælisferð til Cannes í síðustu viku, en hann er að halda upp á 34 ára afmælið sitt. Kourtney Kardashian fór einnig til Cannes í síðustu viku með nýja kærastanum sínum Younes Bendijima. Þau voru í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá Scott.

Younes og Kourtney Kardashian í Cannes.

Heimildarmaður E! News sagði að ástæðan fyrir því Scott hefði farið með Bellu Thorne til Cannes væri einungis til að fara í taugarnar á Kourtney, og miðað við undanfarna viku þá lítur út fyrir að hann sé að reyna að vekja athygli á sjálfum sér. Hann hefur verið miðpunktur umræðu slúðurblaðanna vestanhafs og spyrja margir sig af hverju hann er að gera þetta. Hann er jú einhleypur karlmaður að halda upp á afmælið sitt, en maður getur ekki annað en velt fyrir sér ástæðunni fyrir því að hann hittir sex mismunandi konur á nokkrum dögum rétt hjá gististað fyrrverandi kærustu sinnar, líklegast vitandi að allt eigi eftir að fara í slúðurblöðin. Scott segist sjálfur vera kynlífsfíkill, svo það er spurning hvort það spili eitthvað inn í.

„Kourtney gæti ekki verið meira sama hvað Scott gerir með öðrum stelpum. Henni fannst sorglegt að Scott væri að reyna að pirra hana í Cannes,“

sagði heimildamaður E! News. Hann bætti því við að Kourtney hafi meiri áhyggjur af heilsu Scott og sé líka áhyggjufull að hegðun hans gæti haft áhrif á börnin þeirra þrjú, Mason 7 ára, Penelope 4 ára og Reign 2 ára.

„Hún vildi óska þess að Scott væri að hugsa til þeirra. Einn daginn eiga þau eftir að vera nógu gömul til að lesa um þessa hluti og skilja hvað er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.