fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Hanna Þóra: Kostir og gallar við fjarnám í háskóla – „Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 23. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 4 árum síðan langaði mig að komast í námið sem mig dreymdi um og var að skoða hvað væri í boði hérna á landi.

Ég rakst á fjarnámið hjá Háskólanum á Akureyri og hafði heyrt góða hluti af viðskiptadeildinni hjá þeim og vildi geta stundað nám samhliða fjölskyldulífinu.

Þá auðvitað reynir maður að muna eftir einhverjum sem hefur verið í náminu og fær aðeins að spyrja út í hvernig þetta sé í raun og veru. Í mínu tilfelli voru tvær konur með mér í bumbuhóp á Facebook sem höfðu verið í náminu og alger snilld að spyrja þær spjörunum úr um bæði kosti og galla.

Síðan ég byrjaði hef ég fengið mjög mikið af spurningum um námið og sérstaklega frá þeim sem eiga börn. Vonandi svara ég flestum þeirra hér!

Hérna er líka linkur á mitt nám í viðskiptafræðinni – Smellið hér!

Kostir og gallar við námið að mínu mati:

Kostir

  • Maður skipuleggur sinn tíma sjálfur
  • Enginn akstur á morgnanna í skólann
  • Ef maður veikist eða börnin þá missir maður ekki af heilum degi- þú endurskipuleggur þig!
  • Hægt að stunda með vinnu
  • Alltaf hægt að senda kennurum póst og fá svör
  • Ef maður náði ekki einhverju dæmi þá getur maður spólað til baka og hlustað aftur á upptökuna
  • Hægt að fá námslán alveg eins og í öðrum skólum

Gallar

  • Maður þarf að hafa mikinn aga til að setjast niður og sinna náminu ( mjög einstaklingsbundið)
  • Maður hittir skólafélagana meira á netinu heldur en í alvörunni
Smá bugun í fyrstu prófunum

Ég hélt reyndar í byrjun að þetta yrði mjög einangrandi að vera heima í fjarnáminu en svo var ekki. Ég er búin að kynnast svo yndislegu fólki á þessum árum og ótrúlegt hvað nemendur eru duglegir að standa saman og aðstoða hvor aðra á facebook hópum áfanganna og ræða málin. Svo höfum við hist á vorin vinnuhópurinn minn og skálað fyrir árinu 🙂

Frá síðasta vorfögnuði

Við erum allar sem eftir eru í hópum að úskrifast í sumar að öllu óbreyttu, ég á eftir að sakna þeirra mjög enda höfum við unnið saman í 4 ár 🙂

 

Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám – Finnum frekar leið sem hentar!

Hanna Þóra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.