fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025

Jóladagatal Bleikt 4. desember – Gjöf frá Bókabeitunni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum.

Í dag 4. desember ætlum við að gefa bækur frá Bókabeitunni; 2 eintök af Lífið í lit og 2 eintök af Saga þernunnar.

Bókin Lífið í lit er eftir norska höfundinn Dagny Thurmann-Hoe. Ísland er fyrsta landið sem þýðir bókina, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð.

Bókinni er skipt í kafla og í þeim fyrsta fjallar höfundurinn um litafræði í víðum skilningi, allt frá virkni augans í uppbyggingu litahringsins og þýðingu lita fyrir manninn, aftur í forsögulegan tíma. Hún dregur fram þá mynd að náttúrulegt umhverfi mannsins er litaríkt, þar var auðvelt að nálgast fæðu. Liturinn er tákn lífsins. Svo fjallar hún um hvaða áhrif litir hafa á fólk. Með þann grunn fjallar hún um liti í borgarumhverfi, byggingum, utan á húsum, hvernig í rauninni borgarumhverfi verður sífellt litlausara. Hún fjallar líka um liti í fatnaði, bílum og á heimilum. Hún fer vel í það í bókinni hvernig hvíti veggjaliturinn, sem okkur finnst mjög hlutlaus, hvernig hann er tískusveifla og á leiðinni niður. Núna eru litirnir í uppsveiflu. Með bókinni gefur höfundur manni verkfæri í að skapa persónulegan stíl með litanotkun, það eru viðmið í bókinni, en engar reglur.

Lesa má nánar um bókina hér og hér.

Saga þernunnar er eftir Margaret Atwood, sem er kanadískur rithöfundur, ljóðskáld, gagnrýnandi og femínisti sem hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir skrif sín.

Sögusviðið er hið kristilega bókstafstrúarríki Gíleað, landfræðilega staðsett þar sem nú eru Bandaríkin. Gíleað er einræðisríki, stjórnað af hvítum karlmönnum. Hlutverk kvenna er að þjóna karlmönnunum og eru þær flokkaðar eftir því sem þær þykja nýtast best. Skelfileg framtíðarsýn ársins 1985 er óhugnanlega nálægt raunveruleika dagsins í dag, rúmum 30 árum síðar. Höfundur segir sjálfur að ekkert í bókinni sé skáldskapur, allt hafi þetta gerst einhvers staðar í heiminum á einhverjum tíma.

Lesa má nánar um bókina hér.

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Líka við Bókabeitan á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.

Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.

Fylgstu með Bókabeitunni á heimasíðu þeirra, Facebook og Instagram.

UPPFÆRT:
Vinningshafi 4. desember er:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn

Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.