fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Ronaldo er orðinn fjögurra barna faðir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans Georgina Rodriquez eignuðust stúlkubarn í gær, sunnudag og birti Ronaldo fréttirnar á Twitter og Instagram. Á myndinni eru foreldrarnir nýbökuðu, sonur Ronaldo, Cristiano Jr. sem er sjö ára og nýfædda dóttirin, sem fengið hefur nafnið Alana.

„Geo og Alana líður vel, við erum öll hamingjusöm,“ skrifaði Ronaldo á portúgölsku.

Sobran las palabras ❤️ Os amo

A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on

Þetta er fyrsta barn þeirra saman. Fyrir á Ronaldo þriggja mánaða tvíbura, Eva Maria og Mateo, sem fæddust í júní með aðstoð staðgöngumóður og Cristiano Jr. sjö ára.

Family mood ❤️❤️❤️❤️

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on

Ronaldo hefur verið nokkuð þögull um fjölskyldumál sín opinberlega, en Rodriquez var í viðtali við spænska blaðið iHola! fyrr á árinu um það sem skiptir hana mestu máli í lífinu, auk þess sem hún sat fyrir á myndum.

„Ég er mjög fjölskyldusinnuð. Ég elska börn, náttúruna og dýr. Ég vil umkringja mig með þeim sem hvetja mig á hverjum degi til að verða betri manneskja og þeim sem hafa jákvæða orku.

Ronaldo hefur aldrei gefið upp hver er móðir frumburðar hans, en hefur sagt að þegar hann verði eldri muni hann fá að vita það, ef hann kjósi það. „Þegar Cristiano er orðinn eldri þá mun ég alltaf, alltaf segja honum sannleikann af því að hann á það skilið, af því hann er sonur minn. En ég mun ekki segja það bara af því að fólk er forvitið og vill vita það.“

Ronaldo frumsýndi nýlega gallabuxnalínu þar sem frumburðurinn situr fyrir með honum á auglýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær