fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Brúður fer með brúðkaupsheit til fyrrverandi konu brúðgumans

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Musser og Jeremy Wade sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum giftu sig nýlega. Sonur Wade frá fyrra hjónabandi, Landon, tók þátt í stóra deginum og það sem var sérstakt við brúðkaupið var að móðir hans Casey var líka stór hluti af deginum.

Þegar parið fór með brúðkaupsheitin þá tók brúðurin sér tíma til að fara með heit til stjúpsonar síns, Landon og móður hans, Casey.

„Fyrst þá langar mig að þakka þér fyrir að taka mér sem vini og leyfa mér að vera hluti af lífi Landon,“ sagði hún við Casey. „Ég heiti því að vera syni þínum góð móðir. Ég mun leiðbeina, kenna og elska hann alla daga. Ég heiti því að virða, vinna, hlusta og hafa samskipti saman sem stjúpforeldri. Ég mun elska ykkur sama hvað gerist á okkar leið saman. Við erum ein fjölskylda alltaf.“

Co-Parenting Vows

"Co-parenting means sharing the duties of a child. So, I didn’t tell anyone what I was doing. I not only vowed to Jeremy. I gave a vow to Casey and Tyler. Then I vowed to Landon, and then to Jeremy. I wasn’t just going into a marriage with Jeremy and needed his trust and respect, but I needed Casey's and Tyler's, too. One thing I promised, was to be ONE family, always. I know without hesitation, we will never break that promise. I know I can speak for us all, parenting is hard yet amazing; but co-parenting? It’s a blessing. It was the hardest and best four years of my life. It takes true understanding and support from the ones who love you. Everyone facing custody problems, acceptance, understanding, relationship problems, etc; we get it. Not everyone gets the luxury of having a relationship like we formed; but it's possible to get along, communicate, and give the same rules/love/respect on both sides for your child/children. Go against the norm. BE that CHANGE."#LoveWhatMattersA Love What Matters Original VideoSubmitted by Katie Hild, Video courtesy of Bob Hogan Productions

Posted by Love What Matters on 6. nóvember 2017

Stjúpsyninum Landon hét hún því að „Ég heiti að standa með þér, hlusta á þig og elska þig alla daga. Ég heiti því að elska pabba þinn af öllu hjarta. Ég heiti því að vera besti vinur mömmu þinnar og manns hennar Tyler. Við verðum ein stór fjölskylda sem þú munt eiga að allta þína ævi.“

Yfir 600 þúsund áhorf eru komin á myndbandið á einni viku eftir að því var póstað á síðuna LoveWhatMatters á Facebook.

Á eigin Facebooksíðu skrifaði Katie að hún og Casey hefði alls ekki komið vel saman í fyrstu. „Casey og ég hötuðum hvor aðra. Sögur, sögusagnir og gagnrýni, en við hverju var að búast? Það var það eina sem við sáum. Það er oft normið. Þér líkar ekki við „hinn aðilann“. En einn daginn vaknaði ég og hugsaði: „Ég þoli ekki þessa manneskju sem ég er orðin.“

Hún hafði samband við Casey, þær ræddu saman og hægt og rólega mynduðu þær vináttu sín á milli.

„Það var ekki auðvelt, þú treystir ekki einhverjum á einni sekúndu. Fljótlega fórum við að eiga „mömmu stefnumót“ og töluðum um allt, okkur sjálfar, Landon og jafnvel fyrri sambönd. Það sem við áttum sameiginlegt er Landon. Hann var og er það sá sem fær hjörtu okkar til að ská. Ég var ekki þar fyrir fyrstu skrefin hans, koppakennslu og fyrsta tannlæknatímann, en Casey virðir mig eins og ég hafi verið þar. Hún kemur fram við mig eins og mömmu hans. Það er ekkert plat (þó ég hafi stundum haldið svo vera). Hún var alvöru.“

Katie útskýrir að Casey hafi bjargað henni án þess að vita af því og að saga þeirra sé staðfesting á því að samuppeldi foreldra og stjúpforeldra sé mögulegt.

„Allir þeir sem eiga við forræðisvandamál, skilning, vandamál í sambandinu og svo framvegis að etja. Við skiljum það. Það eiga ekki allir kost á þeim lúxus sem sambandið sem við höfum skapað er. En það er mögulegt að koma vel saman, hafa samskipti og eiga og gefa sömu reglur/ást/virðingu báðu megin gagnvart barni/börnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“