fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Láttu gott af þér leiða á morgun – Spinning fyrir Stígamót

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun fer STÆRSTI SPINNINGTÍMI ÁRSINS 2017 fram í Fylkisheimilinu. Viðburðurinn er í boði Gatorade og World Class og rennur ágóðinn til Stígamóta.

Öll spinninghjól World Class, 350 talsins, verða flutt yfir í Fylkisheimilið. Húsið opnar kl. 9:00 og hefst fyrsti spinningtíminn af þremur stundvíslega kl. 10:00.

https://www.facebook.com/1601976103193694/videos/1627045977353373/
Miðasala er inn á www.enter.is. Hægt er að kaupa sig inn í einn, tvo eða alla þrjá tímana. Það kostar 2.000 kr í hvern tíma og rennur ágóðinn til Stígamóta. Ekki er nauðsynlegt að vera korthafi í World Class til að geta mætt í tímann, allir velkomnir.

Hver tími er 45 mínútur og 15 mínútna pása verður á milli tíma. Dagskráin verður sem hér segir:
9:00 – Húsið opnar
10:00-10:45 – Tími 1 (Orka&Pálína)
10:45-11:00 – Pása & happdrætti
11:00-11:45 – Tími 2 (Eva&Sandra)
11:45-12:00 – Pása & happdrætti
12:00-12:45 – Tími 3 (Unnur&Ragnhildur)
12:45 – Happdrætti
13:00 – Dagskrá lokið
14:00 – Húsi lokað

Nokkrir einstaklingar ætla að mæta og spinna alla þrjá klukkutímana. Það eru Anna Lára Orlowska, Andrea Sigurðardóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um hvernig heita má á þau hér.

https://www.facebook.com/1601976103193694/videos/1624126180978686/

Spinningkennarar eru: Eva Sif Helgadóttir, Orka Kristinsdóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Hauksdóttir, Sandra Björg Helgadóttir og Unnur Sverrisdóttir.

Það verður í boði að fara í sturtu inni í Fylkisheimilinu en einnig minnum við á Árbæjarlaugina sem korthafar World Class eru með frían aðgang að.

Ískalt Gatorade verður í boði á svæðinu.

Happdrættisvinningar verða ekki af verri endanum:
Hjólajakkar frá 66°Norður
Flugmiðar frá Wow
Aðgangur í Laugar Spa
Fæðubótarefni frá Xendurance og fleira!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.