fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum.

Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi.

Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum.

Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er áherslan á mismunandi litaval og efni í húsgögnunum. Þó svo að eikarhúsgögn séu stór hluti hjá okkur, eru borð og skenkir fáanlegir úr skemmtilegum viðartegundum sem hafa lítið sést á Íslandi áður. Kikar-viður sem dæmi, er hlýlegur viður með mjúka ásjónu, en er í raun harður viður, sambærilegur og eikin,“ segir Böðvar Friðriksson framkvæmdastjóri Signature húsgagna.

Auk þess er nýja hönnunarvörumerkið Coco Maison allsráðandi í versluninni. Verslunin  er skreytt með ljósum, veggmyndum, púðum og skrautmunum frá Coco Maison, auk þess sem gjafavöruverslun full af skrautmunum er í versluninni.

Verslunin er kærkomin viðbót í íslenska húsgagnamarkaðinn, þar sem evrópsk hönnun og framleiðsla er í fyrirrúmi. Sófasett, hægindastólar, borðstofustólar og barstólar eru fáanleg í yfir 200 gerðum af áklæði og leðri.

„Við leggjum einnig áherslu á að þú sért að stíga inn í verslun þar sem þú upplifir eitthvað nýtt. Uppsetning verslunarinnar var hönnuð með það í huga að þú fáir góðan skammt af innblæstri fyrir þitt heimili. Það er mikil sköpunargleði í versluninni, og þú ættir að ganga út með nýjar hugmyndir,“ segir Böðvar um upplifunina í versluninni sjálfri.

„Það sem við ákváðum þegar við lögðum af stað með þessar nýju línur, var að mæta á íslenska markaðinn með sömu verð og eru á meginlandi Evrópu. Þannig eru vörurnar merktar bæði með verði í evrum og krónum, og neytandinn sér bersýnilega hvað hluturinn kostar í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og á Íslandi. Okkur finnst þetta vera rétta leiðin í þessu, og erum við stolt að geta boðið þessi verð hér á landi, þrátt fyrir aukinn flutningskostnað og annað,“ segir Böðvar um verðlagið í versluninni, en íslenskir neytendur eru mjög meðvitaðir um verðlagningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.