fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Ágústa Erla fæddist með op á milli hjartagátta – „Við Óli horfðum bara á hvort annað og hugsuðum það versta“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir barnið mitt. Ég er svo þakklát fyrir að hún er heilbrigð, ég veit að það er ekki sjálfsagt og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi að gefa mér hrausta og heilbrigða stelpu.

Það eru margir sem ekki vita að þegar Ágústa Erla fæddist lokaðist ekki gatið á milli hjartagáttanna hjá henni. Daginn eftir að hún fæddist vorum við ennþá uppá spítala þar sem að ég gat engan veginn farið heim strax eftir keisarann sem ég fór í. Læknir kom og ætlaði að kíkja á hana, venjuleg skoðun. Nema það að hann segir að hann þurfi að athuga aðeins betur hjartað hennar, honum heyrist hjartagáttirnar ekki hafa lokast í fæðingunni. Við Óli horfðum bara á hvort annað og hugsuðum það versta. Læknirinn segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur en hann vilji fara með hana og láta athuga þetta nánar, í betra tæki. Hjartað mitt sökk. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Við Óli vissum náttúrulega ekkert hvað þetta þýddi en það hljómaði ekki vel, „hjartagáttin hefur ekki lokast.“ Læknirinn segist ætla að athuga hvort að barnahjartalæknir sé ekki laus (og kemur svo strax aftur).

Timinn var stopp

Læknirinn kemur aftur með hjúkrunarfræðing með sér því að ég þarf hjálp til að komast í hjólastól. En ég ligg bara kyrr og Óli spyr mig hvort ég ætli ekki að koma með, hvort ég treysti mér ekki með. Ég segi nei, ég ætla ekki að koma með, ég ætla að bíða. Ég var sem frosin. Mér leið hræðilega illa í líkamanum eftir keisarann og núna átti að athuga með hjartað á nýfæddu, pínulitlu stelpunni minni. Ég neitaði að trúa að eitthvað væri að og sendi ég greyið Óla einan niður með Ágústu Erlu okkar. Allt var stopp á meðan þau fóru í burtu, ég lá bara og bað til Guðs um að hjartað á stelpunni minni væri í lagi og á sama tíma var ég með samviskubit yfir því að hafa ekki farið með. Ég bara gat það ekki, kvíðinn rauk upp hjá mér og ég lá bara og beið. Þau koma til baka eftir smá tíma og Óli segir mér að þetta sé lítið op og að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur.

Við fórum aftur til hjartalæknis þegar hún var 2ja mánaða og var gatið ennþá til staðar. Við áttum svo að koma aftur í skoðun 6 mánuðum seinna. Ég fór ein með hana til hjartalæknisins í apríl 2016, Óli var erlendis í vinnuferð. Ég vissi alveg að það var í lagi með Ágústu Erlu en ég var samt svo stressuð að fara með hana. Hjartalæknirinn kíkir á hana og segir að gáttin sé alveg búin að lokast. Vá ég var svo glöð! Þetta var á afmælisdaginn minn, besta afmælisgjöf sem ég hef fengið á ævi minni.

Hér er lýsing á opi á milli gátta hjá Vísindavefnum:

„Stundum fæðast börn með op á milli gátta. Oft eru opin það lítil að þau hafa engin áhrif á hvernig hjartað vinnur. Þegar hjartað vex lokast götin af sjálfu sér. Þegar götin eru stór hleypa þau meira blóði á milli gáttanna og getur það haft alvarlegar afleiðingar. Eins eru minni líkur á að þau lokist af sjálfu sér. Ef opinu er ekki lokað getur það leitt til skemmda á hjarta og lungum. Oftast er slíkt gert í skurðaðgerð en í sumum tilfellum er hægt að loka þeim í hjartaþræðingu. Op á milli gátta er með algengustu hjartagöllunum sem börn á Íslandi fæðast með.“

Óvissan erfið

Þegar við vorum uppá fæðingadeild vissum við ekkert hvað þetta væri og hvað þetta fæli í sér og vorum við mjög stressuð yfir þessu og okkur brá heldur betur mikið. Það er opið á milli gátta hjá um 25% barna og flestir sem eru með þetta vita ekki einu sinni af því. Manni er samt alls ekki sama þegar læknir segir við mann að það þurfi að athuga með hjartað á nýfædda barninu sínu, auðvitað bregður manni og fer að hafa áhyggjur. En sem betur fer var þetta lítið gat sem lokaðist eftir nokkra mánuði sjálft.


Það er ekkert sem býr mann undir svona áfall, maður býst við því að eignast heilbrigt barn en það er svo sannarlega ekki sjálfsagt, ég er ótrúlega þakklát.


Höfundur greinar: Guðrún Birna

Greinin birtist fyrst á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar