fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Karen greindist með hryggskekkju og faldi ástand sitt – stofnaði stuðningshóp fyrir fólk með hryggskekkju

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Karen klæddist spelkunni 22 klukkutíma á dag í 13 mánuði.

Karen Helenudóttir er 21 árs og þegar hún var 13 – 14 ára var hún greind með hryggskekkju.

Í færslu sem hún birti á Facebook í dag og gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta lýsir hún því hversu mikið feimnismál greiningin sjálf og spelkan sem hún þurfti að vera í í grunnskóla voru. Hún gekk í víðum fötum og stundaði ekki íþróttir til að fela spelkuna og vegna þess að hún vildi ekki að fólk sæi að eitthvað væri að henni.

Karen stendur bein í baki, fyrir spelkuna og fyrir aðgerð.

Eftir 13 mánuði með spelkunina kom í ljós að hún hafði ekki gert neitt gagn. Læknir Karenar ráðlagði henni hins vegar frá að fara í aðgerð á þeim grundvelli að það væri óþarfi að fara í hana bara til að vilja líta betur út.

Síðar hitti hún annan lækni og fór í aðgerð, sem bætti hryggskekkjuna úr 62 gráðum yfir í sirka 20 gráður og enginn snúningur er lengur á hryggnum.
En þrátt fyrir aðgerðina er Karen og verður með 25 sm ör á bakinu og stál við hrygginn ásamt 12 skrúfum sem halda við, hún var lengi á sterkum lyfjum og síðustu þrjú ára hafa verið upp og niður.

Fyrir tveimur vikum endaði hún á bráðadeild eftir að bak hennar festist, hún gat ekki hreyft sig og átti erfitt með að anda. Hún fékk verkjalyf sem gerðu lítið sem ekkert og var send heim með þann úrskurð að hún væri með bólgur í bakinu sem þyrfti að ná úr og var send til sjúkraþjálfara. Að hans sögn er Karen hans versta tilfelli til þessa.

Stofnaði hóp á Facebook

„Fyrir aðgerðina var erfitt að viðurkenna að ég var með hryggskekkju,“ segir Karen. „En svo kynntist ég fólki með sömu vandamál og sömu spurningar og ég sem hjálpaði mér. Ég vil bara að þetta sé ekki feimnismál lengur og að fólk viti að hryggskekkja er miklu algengari en við höldum.“

Karen hefur nú stofnað hóp á Facebook: Stuðningshópur hryggskekkju.
„Við erum um það bil 200 manns, foreldrar barna og fólk með hryggskekkju að segja sínar sögur og biðja um ráð,“ segir Karen. „Ef þú þekkir einhvern sem er með hryggskekkju og á erfitt eða langar bara kynna sér þetta betur bentu þeim endilega á hópinn.Við inngöngu í hópinn þarf viðkomandi að svara hvort að hann sjálfur eða barn viðkomandi sé með hryggskekkju.“

Hér má sjá færslu Karenar í heild sinni

https://www.facebook.com/karen.helenud/posts/10214360929086970

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.