fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Hreinskilnasti Tinder prófíll sem við höfum séð – Slær í gegn á Twitter

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákveðin hefð í okkar tæknivædda nútímasamfélagi að fela hver við erum í raun og veru á netinu. Við getum valið hvaða myndir við sýnum og getum hlaðið „filterum“ á þær. Við ráðum hvaða upplýsingar koma fram og þær þurfa ekki endilega að vera sannar. Fólk á það til að fela sitt sanna sjálf og sérstaklega á stefnumótaappinu Tinder.

En það á ekki við um Dustin sem ákvað að breyta „leikreglunum“ með því að gera hið óhugsanlega: vera hrottalega hreinskilinn á Tinder prófílnum sínum. Það sem gæti kannski komið einhverjum á óvart þá er það að virka!

„Jæja ég er fituhlunkur á stórum trukk. Ef við getum ekki fengið okkur stóran löðrandi hamborgara þá á þetta ekki eftir að ganga. Ég er 21 árs en ekki láta það plata þig, ég á ekkert félagslíf eins og ég sé fertugur. Ef trukkurinn minn heillar þig ekki þá á persónuleikinn minn örugglega ekki heldur eftir að heilla þig. Velkomin í „skítasýninguna“.“

Þessi rosalega hreinskilni prófíll hefur vakið mikla athygli. Til að byrja með var skjáskoti af Tinder prófílnum hans deilt á Twitter til að gera grín að honum. En síðan deildi þessi maður skjáskotinu áfram og benti á að Dustin virkaði „frekar svalur.“

Það lítur út fyrir að Twitter sé sammála honum. Það hafa næstum fimm þúsund manns deilt færslunni síðan á fimmtudaginn og næstum 22 þúsund manns líkað við hana.

Þetta höfðu netverjar að segja um Dustin:

Hvað segja lesendur um Tinder prófíl Dustin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.