fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Heimsmeistari í Taekwondo keppir með hijab – Skorar á staðalmyndir kvenna í íþróttum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. mars 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kubra Dagli er tvítug kona frá Istanbúl og er Taekwondo meistari. Hún hefur komið af stað umræðu á landsvísu í Tyrklandi með því að skora á staðalmyndir kvenna í íþróttum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í Lima á dögunum en klæðnaður hennar vakti meiri athygli og skyggði á sigur hennar. Kubra gengur með höfuðklút, eða hijab, og keppir einnig með slíkan.

https://www.instagram.com/p/BQbDC9EFJe2/

Bæði veraldlegi og trúarlegir hópar í tyrknesku samfélagi hafa sterkar skoðanir varðandi hlutverk Kubra sem íþróttafyrirmynd. Sumum finnst höfuðklúturinn merki um aftuför, á meðan öðrum finnst afrek Kubra sýna að „höfuðklútar séu ekki hindrun.“ Þeir sem teljast mjög íhaldsamir hafa gagnrýnt Kubru verulega á samfélagsmiðlum og skilið eftir grimm ummæli á Instagram síðu hennar.

https://www.instagram.com/p/BL8z_6EFnRj/

Kubra sagði að gagnrýnin væri „truflandi,“ og hefur sagt í nokkrum viðtölum að hún sé á móti mismunun í öllum myndum og hæfni hennar í íþróttinni sé það eina sem skiptir máli.

Þau tala ekki um velgengni mína, heldur um höfuðklútinn minn. Ég vil þetta ekki. Það ætti að tala um afrek okkar. Við höfðum mikið fyrir því… Við höfum gert þjóð og lið okkar að heimsmeisturum,

skrifaði hún á samfélagsmiðla.

Ein [kynbundin hugmyndafræði] er á móti því að konur hylji höfuð sitt, hin er á móti að þær hylji það ekki, en þau sameinast með sömu kröfunni: „Vertu heima.“

Fylgstu með Kubra á Instagram hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur Tottenham neita að selja

Eigendur Tottenham neita að selja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.