fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Ale Sif er dugleg í Meistaramánuði: „Það er fátt betra en tilfinningin þegar maður nær markmiðunum sínum“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. febrúar 2017 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Sif Nikulásdóttir og kölluð Ale Sif og er hún ein af þeim fjölmörgu sem taka þátt í Meistaramánuði þessa dagana. Ale Sif er 28 ára og þjálfari hjá FitSuccess ásamt því að vera förðunarfræðingur. Hún elskar hollan og góðan lífsstíl og deilir ýmsum ráðum tengdum honum ásamt öðru skemmtilegu á Snapchatinu sínu alesifnikka og á Instagram. Við fengum að heyra hvernig Meistaramánuðurinn er hjá henni.

Af hverju tekur þú þátt í Meistaramánuði?

„Mér finnst meistaramánuður mjög frábært framtak til þess að hvetja fólk til þess að setja sér raunhæf og geranleg markmið. Mér finnst líka svolítið skemmtilegt að meistaramánuður hitti á þennan mánuð. Það eru svo margir sem að byrja af fullum krafti í janúar og halda ekki áfram, þannig þetta er einstaklega gott ,,pepp”. Ég myndi í rauninni segja að allir mánuðir hjá mér séu meistaramánuðir þar sem ég set mér alltaf markmið fyrir árið og svo hvern mánuð fyrir sig. Oft eru þetta bara smávægilegir hlutir. Mér finnst bara svo sniðugt og hvetjandi að setja þá niður á blað, þannig verða þeir frekar að veruleika.“

Ale Sif er vinsæll fjarþjálfari

Hvaða markmið settir þú þér?

-Að kaupa mér almennilegt hjól sem hefur lengi verið á dagskrá og varð loksins að veruleika. Ég ætla nefnilega að hjóla í vinnuna þegar það er orðið meira bjart úti.

-Æfa mig að hjóla í ræktinni á ákveðnu tempói.

-Spara pening

-Vera dugleg að æfa og borða hollt

-Vera jákvæð

-Ekki gleyma að njóta lífsins líka

-Dugleg að drekka vatn

-Sleppa að kaupa mér nammi á nammibarnum, eiginlega meira hnetubarnum. Smá áskorun þar sem ég elska hnetubarinn.

 

Hvernig finnur þú hvatningu?

„Það sem mér finnst ótrúlega hvetjandi er að setja mér markmið. Það er fátt betra en tilfinningin þegar maður nær markmiðunum sínum. Ég er líka svolítið gamaldags og skrifa þau frekar á blað heldur en í tölvu. Þannig eru þau komin út í alheimin og ég trúi að þau verði þá frekar að veruleika.

 

Hvað finnst þér erfiðast?

„Fyrir mig er það að ég er svona týpa sem er ,,all in” þannig ég á það til að gleyma að njóta lífsins samhliða því að vera dugleg en sem betur fer heldur á ég svo góðan kærasta sem heldur mér á jörðinni.“

 

Einhver góð ráð fyrir aðra?

„Ég mæli með að setja ykkur raunhæf og geranleg markmið. Ekki gleyma að fara hinn gullna milliveg og njóta lífsins líka. Það er ýmislegt hægt að læra um markmiðasetningu í meistaramánuði og um að gera að nýta sér það alla hina mánuði ársins líka.“

 

Á Instagram er fullt af hvatningu merkt #meistaram. Ale Sif er ótrúlega hvetjandi á Instagram (@alesif) og dugleg að deila uppskriftum, æfingum og skemmtilegum myndum tengdum hreyfingu og mataræði.

https://www.instagram.com/p/BQkIgOIlXvR/?taken-by=alesif

Svo mælum við með því að þið addið henni á Snapchat líka!

https://www.instagram.com/p/BQTZ3lUlV-X/?taken-by=alesif

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áttu hreinskilin samtöl eftir að Real Madrid sagan fór á flug

Áttu hreinskilin samtöl eftir að Real Madrid sagan fór á flug
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.