fbpx
Laugardagur 18.október 2025

Glódís útskýrir ákvörðun sína: „Þó svo að sambúðin slitnaði get ég ekki hugsað mér að hverfa úr lífi þeirra“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki með nokkru móti skilið það þegar fólk getur slökkt á slíkum tengslum eða horfið úr lífi hjá þessum saklausu sálum sem skilja ekkert í því og jafnvel taka því mjög illa,“ segir Glódís Alda Baldursdóttir. Hún hefur börn fyrrverandi maka síns hjá sér eina helgi í mánuði og hefur þetta fyrirkomulag vakið ótrúlega jákvæða athygli. Heiða Ósk móðir barnanna sagði frá yndislegum samskiptum og skipulagi þeirra í einlægum pistli á hér á Bleikt í gær. Barn Glódísar eyðir líka einni helgi í mánuði á heimili Heiðu Óskar með hálfsystkynum sínum. Fólki þykir aðdáunarvert að konurnar setji hag barnanna í forgang með þessum þroskaða hætti, enda hefði auðveldlega getað haft mikil áhrif á samverustundir barnanna að Glódís og faðir þeirra slitu samvistum.

Glódís Alda

Glódís tjáir sig sjálf um ástæður sínar á Facebook. Þar segir hún meðal annars:

Það var „pakki“ eins og það er oft orðað en það truflaði mig ekki og eftir að ég kynntist þeim urðu þau bara blessun í mínum augum. Ég hef hugsað um þau frá því þau voru 4,5 og 11 ára gömul, semsagt í fjögur ár. Ég hef fætt þau, klætt þau, hlegið með þeim, huggað þau, tekið þátt í þeirra starfi bæði í leikskóla og skóla, hjálpað þeim að læra, frætt þau um lífið, svarað þeirra vangaveltum, ferðast með þeim um landið og ég get lengi talið. Ein blessunin í viðbót bættist í hópinn og er hann nýorðinn eins árs gamall.

Síðan Glódís og faðir barnanna slitu samvistum hefur fengið mikið af spurningum og athugasemdum varðandi fyrirkomulag þeirra í dag. Flestar hafa verið jákvæðar en skiljanlega veltir fólk þessu aðeins fyrir sér.

„Ég hef fengið mikið hrós fyrir það en einnig fengið spurningar sem hljóma svona „Af hverju ertu ennþá að taka krakkana hans?„- „Hvernig nennir þú þessu?“ – „Er þetta ekki of mikið fyrir þig?“ – „Ætlar þú að taka þau reglulega alla ævi?“ og fleiri svipaðar þessum.“

Smelltu HÉR til að lesa pistlil Heiðu Óskar

Glódís segir að ákvörðun sín hafi verið einföld. „Fyrir mér var ég aldrei stjúpmamma, ég var „all in“ í mömmuhlutverkinu aðra hverja helgi, þess á milli þegar þau hringdu og meira á sumrin. Ég var meðal annars ein með þau heilt sumar þegar pabbi þeirra var að vinna í útlöndum og aldrei sleppti ég „pabba“ helgunum. “

Glódís og Heiða Ósk ákváðu að festa eina helgi í mánuði þar sem börn Heiðu Óskar koma til Glódísar í svokallaða „Glódísarhelgi“ og eina helgi í mánuði fer sonur Glódísar til Heiðu Óskar og systkina sinna.

„Það heldur ekki bara tengslunum milli mín og þeirra heldur einnig milli þeirra og litla bróður þeirra sem mér finnst mjög mikilvægt.“

Strax eftir skilnaðinn talaði Glódís við bæði Heiðu Ósk og föður barnanna og sagðist vilja fá að halda áfram að vera í lífi þeirra og sjá þau vaxa og dafna. „Ég tengdist þessum börnum inn að hjartarótum bókstaflega og það get ég ekki bara látið hverfa með því að smella fingri. Þó svo að sambúðin slitnaði get ég ekki hugsað mér að hverfa úr lífi þeirra eða þau úr mínu.“

Glódís segir að það sé allt of mikið um að fólk byrji saman og skilji og litlu krílin verði undir á einhvern hátt.

„Mér finnst oft tilfinningar barna vanmetnar eða gleymdar. Börn eru alltaf blessun sama við hvaða aðstæður þau eru. Hvort ég taki þau í hverjum mánuði alla ævi get ég ekki svarað en ég mun alltaf elska þessa yndislegu gullmola og mun aldrei hverfa úr lífi þeirra.“

Sjá einnig: Glódísarhelgar: Börnin mín eiga fastar mömmuhelgar hjá annarri konu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.