fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Sólveig og Sergio loka sumartónleikaröð Akureyrarkirkju

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíeykið Dúo Las Ardillas samanstendur af hörpuleikaranum Sólveigu Thoroddsen Jónsdóttur, sem fæddist í Reykjavík og lútuleikaranum Sergio Coto Blanco, sem fæddist í San José í Kosta Ríka. Sólveig og Sergio kynntust í Bremen í Þýskalandi, þar sem þau stunduðu bæði nám í flutningi endurreisnar- og barokktónlistar á söguleg hljóðfæri við Die Hochschule für Künste Bremen. Tvíeykið hóf störf sumarið 2016 og hefur haldið tónleika á Íslandi, í Þýskalandi og í Kosta Ríka. Það sérhæfir sig í endurreisnarog snemmbarokktónlist og útsetur einnig íslensk þjóðlög í endurreisnarstíl. Sólveig og Sergio semja líka stundum eigin tilbrigði við gömul stef og spinna yfir bassalínur eins og tíðkaðist á endurreisnartímanum og fram á barokktímann. Á tónleikunum sem fram fara í Akureyrarkirkju sunnudaginn 29. júlí kl. 17:00 leikur Sólveig á ítalska þríraðahörpu og Sergio á endurreisnarlútu. Á efnisskránni eru verk eftir John Dowland, Orlando di Lasso, Giovanni Antonio Terzi, Pierre Attaingnant og Giovanni Maria Trabaci, sem og íslensk þjóðlög.

Tónleikarnir fara fram fara sunnudaginn 29. júlí kl. 17 og eru jafnframt síðustu tónleikar tónleikaraðarinnar Sumartónleikar í Akureyrarkirkju árið 2018. Aðsókn að tónleikaröðinni hefur verið mjög vaxandi á síðustu árum og sérstaklega góð í sumar, en yfir 500 gestir hafa sótt tónleikaröðina það sem af er í sumar. Aðgangur að öllum tónleikum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pútín sendir Vesturlöndum ógnvekjandi skilaboð – Æfa notkun kjarnavopna

Pútín sendir Vesturlöndum ógnvekjandi skilaboð – Æfa notkun kjarnavopna