fbpx
Þriðjudagur 22.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Gæsahúð – Sjáðu Rússa senda Íslandi kveðju með einu þekktasta sönglagi Íslands – „Þið eruð sannar hetjur í hjörtum okkar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. júní 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið í fótbolta var að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir æsispennandi leik í gær á móti Króatíu í riðlakeppni HM. Pavel Oskin, ljósmyndari búsettur í Prag, bað íslenskan vin sinn og hjólafélaga, Sigurð Pál Sigurðsson, sem betur er þekktur sem Siggi Palli flúrari, um að senda sér íslenskt lag sem svar við rússneskri kveðju Íslendinga.

Hér er myndbandið sem við Íslendingar tókum upp og sendum Rússum.

„Ég sendi honum lagið Ég er kominn heim,“ segir Siggi Palli. Það tók félaga Oskin 2-3 daga að taka upp meðfylgjandi myndband, en í því sést hópurinn Omsky Bacon vagga dátt og syngja lagið Ég er kominn heim og botna lagið með íslensku.  Sumir meðlima hópsins eru jafnvel klæddir íslenska landsliðsbúningnum.

Það var vinkona Oskin, Nataly Yafizova, sem fékk hugmyndina að því að gera myndbandið, sem hún og Anton Suslov gerðu. Í samtali við DV segir hún að þau séu mjög hrifin af íslenska landsliðinu. „Við kunnum vel að meta ástríðuna og vinnusemina. Síbería og Ísland eru mjög lík. Við búum við svipaðar aðstæður og svona verða alvöru karakterar til.”

Myndband Íslendinga með laginu Kalinka varð mjög vinsælt í Rússlandi, öllum líkaði það og voru hrifnir af því. Okkur langaði að gera eitthvað svipað sem kveðju til ykkar.“

„Segðu liðinu og aðdáendum að við elskum þau! Heiðarleiki, hæfileikar og ástríða mun halda fótboltanum á lofti,“ segir Nataly.

„Ég er Íslendingur í hjarta mínu,“ segir Pavel, sem alla jafna ver tveimur mánuðum á ári hér, en hann hefur heimsótt landið nokkur ár í röð. Nataly og Anton eiga enn eftir að heimsækja landið, en langar að heimsækja það og segja Pavel vera talsmann Íslands erlendis.

Margir rússneskir fjölmiðlar hafa þegar birt myndbandið og er ljóst að Íslendingar hafa heillað rússnesku þjóðina með komu sinni á HM.

Pavel deilir laginu á Facebooksíðu sinni með kveðjunni: „Kæru vinir, munið þið eftir myndbandinu þar sem Íslendingar sungu Kalinka? Það varð „viral“ um leið. Vinir mínir báðu mig að finna vinsælasta lag Íslands og taka upp kveðju á móti. Rússland hafði áhyggjur af Íslandi, og núna eruð þið að yfirgefa keppnina, en þið eruð sannar hetjur í hjörtum okkar. Kæru Íslendingar, deilið. Við elskum ykkur.“

Hér er myndbandið sem Rússar senda okkur sem kveðju.

Þess má geta að lagið er ungverskt þjóðlag eftir Emmerich Kálmán , en það kom fyrst út á hljómplötu árið 1960, þar sem Óðinn Valdimarsson söng við texta Jóns Sigurðssonar, sem einnig söng bakraddir og útsetti.

Lagið heitir að sjálfsögðu í íslenskri þýðingu Ég er kominn heim og er orðið ómissandi hluti af baráttu Íslendinga á vellinum!

Íslandsvinurinn Pavel sem hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og fangað fegurð landsins á filmu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Faldi vannærða dóttur sína í skottinu í tæp tvö ár

Faldi vannærða dóttur sína í skottinu í tæp tvö ár
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Lá í rúminu með kærustunni þegar hann sá hreyfingu fyrir utan gluggann – Nú gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér

Lá í rúminu með kærustunni þegar hann sá hreyfingu fyrir utan gluggann – Nú gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkur á að Mourinho snúi aftur

Líkur á að Mourinho snúi aftur
433
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester City getur ekki unnið Meistaradeildina

Manchester City getur ekki unnið Meistaradeildina