fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Myndir: Kona fer í stríð – Halldóra blessaði ósýnilegu leikkonuna en Benedikt alla hina

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Kona fer í stríð var frumsýnd í gær á Íslandi á sérstakri hátíðarforsýningu fyrir fullum sal í Háskólabíói. Eins og venjan er við slíkar sýningar hófu leikstjórinn, Benedikt Erlingsson, sem er einnig annar handritshöfunda, ásamt fleirum, sýninguna með smá ávarpi.

„Ég upplifi mig mjög blessaðan,“ sagði Benedikt. „Ég upplifi mig blessaðan af samstarfsfólki mínu og mig langar líka að blessa það þannig að hér mun fara fram lítil helgistund.“

Fyrst þakkaði hann Marianne Sloth og Carine LeBlanc fyrir samstarfið og sagðist vonast til að það héldi áfram. Einnig þakkaði hann Bergsteini Björgúlfssyni fyrir samstarfið og samvinnuna. Öll eru þau framleiðendur myndarinnar.

Juan Camillo Roman Estrada, Ólafur Egilsson, Davíð Alexander Corno, Benedikt Erlingsson, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir og Davíð Þór Jónsson.

Íslenskir skattgreiðendur, stofnanir og ríkistjórn Íslands fengu blessun ogsagði Benedikt að stundum hefði verið þröngt í búi hjá skattgreiðendurm og myndin hefði þarfnast engla sem fundust í líka fjárfestanna, Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, Kjartans Sveinssonar, Guðbjargar Sigurðardóttir, Bjarna Össurarsonar og Sigrúnar Þorgeirsdóttur.

Áhorfendur klöppuðu reglulega og sló því Benedikt á létta strengi og sagði það ekki vana að fólk klappaði mikið í messu og því væri best að klappa í lokin annars yrði þetta endalaust. Hann blessaði leiklistargyðjuna fyrir að hafa fært okkur og holdgert Halldóru Geirharðsdóttur.

„Ég get leitað að mörgum orðum, en ég held að myndin bara tali sínu máli og hún hljóti sína blessun fyrir hana.“ Aðrir leikarar og starfsmenn fengu blessun, þar á meðal Ólafur Egill Egilsson sem stóð upp í miðjum sal og blessaði til baka.

„Má ég blessa einn?,“ sagði Halldóra. „Ég verð að fá að blessa ósýnilegu leikkonuna sem lék á móti mér sem var klippt út en lærði tvö hlutverk og lék á móti mér, en þið munuð ekki sjá hana en hún var þarna og mikill stuðningur. Takk Halla Margrét Jóhannesdóttir.“

Að lokum blessaði Benedikt eiginkonu sína Charlotte Boving, og dætur þeirra.

Segja má að áhorfendur hafi hlýtt Benedikt og klappað í lokin, því eftir sýningu hennar ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Koma aðalleikarar og aðstandendur upp á svið við mikinn fögnuð og fékk dundi í salnum þegar aðalleikkonan hneigði í salnum.

Myndin var nýlega sýnd í Cannes og fengu handritshöfundar hennar, Benedikt og Ólafur. SADC verðlaunin fyrir handrit myndarinnar.

Bersteinn Björgúlfsson (tökumaður myndarinnar) og Davíð Þór Jónsson (tónskáld myndarinnar).
Bjarni Frímann Bjarnason, Birta Fróðadóttir og Kristín Anna Valtýsdóttir.
Birta Bjargardóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Halldóra Geirharðsdóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir (meðframleiðandi).
Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B. Eggertsson.
Salka Sól Eyfeld Hjálmarsdóttir og Arnar Freyr Frostason.

Elenora og Þórhildur Ingunn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi