fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Eygló Harðardóttir opnar Annað rými í dag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 17 opnar sýning Eyglóar Harðardóttur, Annað rými, í Marshallhúsinu.

Verk Eyglóar á sýningunni Annað rými eru í stöðugri þróun. Á sinn hátt minnir ferlið á vöxt kristalla, sem kallar á viðbrögð umhverfisins við hverja hreyfingu og viðbótar örvun. Sumum verkanna tekst að ögra rýminu og gefa okkur hugmynd um aðra möguleika, á meðan önnur gefa því ákveðna staðfestingu og auka meðvitund okkar um það. Litir, efnisgerð og fundnir gripir mynda áreynslulaust jafnvægi milli verkanna, þar sem þeim er raðað og mynda tímabundið annað rými.

Eygló vinnur gjarnan með fundin efni og beitir innsæi sínu þegar hún meðhöndlar efnivið verka sinna. Í vinnuferli sínu er hún ekki með fyrirfram ákveðna stefnu, eða lokaútkomu í huga en þess í stað dregur hún hið óvænta fram á yfirborðið.

Eygló Harðardóttir (f. 1964 í Reykjavík) vinnur gjarnan skúlptúra og staðbundnar innsetningar, tví- og þrívíða abstraktskúlptúra úr pappír, innsetningar og bókverk. Hráefni eins og pappír, bæði nýr og endurnýttur, litríkir afgangar, plast, viður, grafít og gler leggja grunn að hugmyndum Eyglóar og drifkraftur til að kanna möguleika og takmarkanir miðilisins hverju sinni.

Eygló lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1983-87) og Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie, í Enschede, Hollandi (1987-90), en auk þess hefur hún lokið meistaragráðu í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands (2014). Á ferli sínum hefur Eygló haldið fjölda sýninga, þar á meðal einkasýningar í Harbinger (2015), Nýlistasafninu (1994, 1998 og 2002), Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni (2003) og Listasafni ASÍ (2007 og 2013). Verk Eyglóar eru meðal annars varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Ríkisútvarpinu og menningarsetrinu Kultuurikauppila í Finnlandi. Frá árinu 2015 hefur Eygló unnið innan ramma bókverksins og dvaldi hún nýlega hjá WSW Residency, í New York. Þar gerði Eygló ýmsar efnis- og litatilraunir á prentverkstæði, og varð útkoman meðal annars bókverkið Annað rými, sem er hér til sýnis.

Sýningin mun standa frá 6. september til 28. október.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum