fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Sigþrúður Gunnarsdóttir: „Heimsljós er sú bók sem mér þykir vænst um“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 20:30

Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþrúður Gunnarsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur og þýðandi, lifir og hrærist í bókum alla daga, sem ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu. En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá henni?

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Bækurnar um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Það er svo fallegur tónn í þessum bókum, svo ofsalega mikil hlýja í bland við eðalhúmor.“

Hvaða bók er uppáhalds?
„Heimsljós eftir Halldór Laxness er sú bók sem mér þykir vænst um og hún hefur líka fylgt mér lengi. Kaflar úr henni voru lesnir fyrir mig þegar ég var barn og síðan hef ég lesið hana nokkrum sinnum sem fullorðin kona. Það er eitthvað við aðalpersónuna sem mér finnst svo heillandi.“

Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra og af hverju“
„Hálfbróðurnum eftir Lars Saabye Christensen, vegna þess að hún er svo mögnuð og kemur manni sífellt á óvart. Svo er hægt að horfa á fína norska þætti sem gerðir voru eftir henni en það er betra að byrja á bókinni.“

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Það er örugglega einhver af bókum Astridar Lindgren eða Ole Lund Kirkegaard sem ég hef farið í gegnum bæði sjálf og með stelpunum mínum þremur, Bróðir minn ljónshjarta og Albert koma upp í hugann.“

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Ég held að það séu ljóðabækurnar hennar Ingibjargar Haraldsdóttur, sérstaklega Orðspor daganna og Nú eru aðrir tímar sem ég las aftur og aftur þegar ég var á menntaskólaaldri og gríp alltaf í öðru hverju.“

Hvaða bók bíður þín næst til lestrar?
„Ég vinn náttúrlega við að lesa, svo næstu bækur sem bíða eru jólabækurnar sem eru ekki ennþá komnar út. En svo var ég að festa kaup á glænýrri skáldsögu eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur sem heitir Skotheld og ég hlakka til að lesa hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að