fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Sigþrúður Gunnarsdóttir: „Heimsljós er sú bók sem mér þykir vænst um“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 20:30

Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþrúður Gunnarsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur og þýðandi, lifir og hrærist í bókum alla daga, sem ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu. En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá henni?

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Bækurnar um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Það er svo fallegur tónn í þessum bókum, svo ofsalega mikil hlýja í bland við eðalhúmor.“

Hvaða bók er uppáhalds?
„Heimsljós eftir Halldór Laxness er sú bók sem mér þykir vænst um og hún hefur líka fylgt mér lengi. Kaflar úr henni voru lesnir fyrir mig þegar ég var barn og síðan hef ég lesið hana nokkrum sinnum sem fullorðin kona. Það er eitthvað við aðalpersónuna sem mér finnst svo heillandi.“

Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra og af hverju“
„Hálfbróðurnum eftir Lars Saabye Christensen, vegna þess að hún er svo mögnuð og kemur manni sífellt á óvart. Svo er hægt að horfa á fína norska þætti sem gerðir voru eftir henni en það er betra að byrja á bókinni.“

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Það er örugglega einhver af bókum Astridar Lindgren eða Ole Lund Kirkegaard sem ég hef farið í gegnum bæði sjálf og með stelpunum mínum þremur, Bróðir minn ljónshjarta og Albert koma upp í hugann.“

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Ég held að það séu ljóðabækurnar hennar Ingibjargar Haraldsdóttur, sérstaklega Orðspor daganna og Nú eru aðrir tímar sem ég las aftur og aftur þegar ég var á menntaskólaaldri og gríp alltaf í öðru hverju.“

Hvaða bók bíður þín næst til lestrar?
„Ég vinn náttúrlega við að lesa, svo næstu bækur sem bíða eru jólabækurnar sem eru ekki ennþá komnar út. En svo var ég að festa kaup á glænýrri skáldsögu eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur sem heitir Skotheld og ég hlakka til að lesa hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið