fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Tónleikar fyrir tvo milljarða: Ný skýrsla um hagræn áhrif tónlistar varpar ljósi á ónýtt sóknarfæri

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 20:00

Hagrænt virði tónlistar - Útón, STEF, Háskóli Íslands, menntamálaráðuneyti, Sigtryggur Baldursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikahald á Íslandi veltir um tveimur milljörðum á ári, en afleiddar tekjur vegna komu erlendra ferðamanna á tónlistarhátíðir hér á landi er um helmingi meiri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina við viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands um hagræn áhrif tónlistar. Það voru Erla Guðmundsdóttir og dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir sem unnu skýrsluna fyrir Útón, Samtón og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Hagrænt virði tónlistar – Útón, STEF, Háskóli Íslands, menntamálaráðuneyti, Sigtryggur Baldursson

Tónleikahald stærsti hlutinn

Í skýrslunni kemur fram að árlegar heildartekjur íslenska tónlistariðnaðarins séu um 3,5 milljarðar króna. Stærstur hluti af tekjunum, eða um 57%, kemur til vegna tónleikahalds heima og erlendis, en tekjur vegna höfundarréttar og sölu á hljóðritaðri tónlist eru svo 22 og 21% prósent af heildartekjum iðnaðarins.

Heildarmiðasölutekjur vegna tónleika á Íslandi voru 1,7 milljarðar árið 2015, en tekjurnar koma til allt í senn vegna tónleika íslenskra tónlistarmanna (59%), tónleika erlendra tónlistarmanna á Íslandi (18%) og tónlistarhátíða (23%). Heildartekjur vegna tónleikahalds íslenskra tónlistarmanna erlendis eru svo áætlaðar á bilinu 90,4 til 226,5 milljónir króna á ári. Saman gerir þetta því um 2 milljarða króna á ári.

Fyrir utan þessar beinu tekjur vegna tónleikahalds áætla skýrsluhöfundar að heildargjaldeyristekjur vegna komu erlendra ferðamanna hingað til lands til að vera viðstaddir tónlistarhátíðir, séu um 2,8 milljarðar króna á ári. Erlendir gestir voru á bilinu 4% til 56% af heildarfjölda gesta á stærstu tónlistarhátíðum landsins, en hlutfallið var hæst á Iceland Airwaves.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, segir þó ljóst að þessar tölur um tekjur tónlistariðnaðarins séu mjög varlega áætlaðar enda innihaldi þær ekki stærstu tónlistarmenn þjóðarinnar, á borð við Björk og Sigur Rós.

„Það sem náðist ekki nógu vel yfir í þessari könnun var útflutningurinn. Ástæðan er að þeir listamenn sem eru stærstu útflutningsaðilarnir í tónlist – stærstu útflutningsfyrirtækin ef við köllum það svo – eru ekki með sína samninga hér á Íslandi. Ég held að ef við værum einnig með tölur yfir þessa aðila þá væru útflutnings- og sölutölurnar miklu stærri,“ segir hann.

 

Fá ekki alltaf greitt

Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að samkvæmt könnun sem gerð var meðal íslenskra tónlistarmanna og kynnt er í skýrslunni kemur fram að 65% áhugamanna í tónlist og 75% atvinnutónlistarmanna á Íslandi segja lifandi flutning vera sína mikilvægustu tekjulind. Þrátt fyrir þetta sögðust um 72% þeirra tónlistarmanna sem höfðu komið fram á tónleikum á síðasta árið, hafa gert það einu sinni eða oftar án þess að fá greitt fyrir. Algengasta ástæðan fyrir þessu er persónulegir greiðar, en styrktartónleikar komu þar á eftir.

Næstmikilvægasta tekjulindin meðal atvinnutónlistarmanna var sala á tónlist í kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki, auglýsingar og þess háttar (svokallað „Sync“) – en þó sagðist aðeins helmingur atvinnutónlistarmanna hafa tekjur af þessu. Þar á eftir kom svo streymi, stafræn sala og plötusala.

Þá vekur athygli að sölutekjur af stafrænni sölu hljóðritaðrar tónlistar uðru árið 2016 í fyrsta skipti meiri en tekjur af plötusölu á Íslandi.

 

Þurfum betri hagvísa fyrir greinina

Sigtryggur Baldursson segir skýrsluna vera fyrsta skref í átt að því að unnar séu reglulegar skýrslur og hagvísar þróaðir fyrir tónlistariðnaðinn.

„Í málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar segir að unnið verði að betri hagvísum fyrir skapandi greinar. Við vonum að þetta frumkvæði okkar hvetji ríkisstjórnina til að koma að borðinu með frekari hugmyndir. Ef hið opinbera tekur almennilega utan um þetta getum við loksins farið að fá almennilegar hagtölur um greinina,“ segir hann

Sigtryggur segir nauðsynlegt að geta skoðað efnahagslega umhverfið í kringum tónlistina, meðal annars til þess að stjórnvöld geti metið hvar sé gagnlegast að fjárfesta í greininni hverju sinni. Í ljósi þeirra miklu gjaldeyristekna sem tónleikahald skapi samfélaginu sé til dæmis bagalegt að ekki sé almennilegur stuðningur við tónlistarhátíðir og tónleikahald.

„Það er mjög takmarkaður stuðningur við tónleikahald og -hátíðir á Íslandi. Maður sér þetta til dæmis á því að á síðastu árum lentu Iceland Airwaves og fleiri hátíðir í rekstrarerfiðleikum. Þetta er mjög viðkvæmt umhverfi og harður og síbreytilegur markaður. Ég myndi leggja til að stjórnvöld myndu styðja betur við þessar hátíðir, og hugsa það sem atvinnuuppbyggingu. Slíkur stuðningur þarf að vera reglulegur hluti af umhverfinu til að þessi listgrein nái að þróast almennilega sem starfsgrein.“

Flytjum vöruna út óunna

Sigtryggur segir enn fremur að skýrslan gefi hugmynd um þau tækifæri sem felist í tónlistariðnaðinum um þessar mundir: „Alþjóðafyrirtæki eru sólgin í þá tónlist sem hefur orðið til í tónlistarumhverfinu hérna heima, og við erum eiginlega orðin of góð í því að flytja vöruna út óunna – ef maður má nota líkingamál sjávarútvegsins,“ segir hann.

„Sóknarfærið sem mér finnst birtast í skýrslunni er fyrst og fremst í þróun lítilla tónlistarfyrirtækja á Íslandi. Nú sem aldrei fyrr eru tækifæri í þróun sprotaumhverfis fyrir tónlistarfyrirtæki á Íslandi, lítil fyrirtæki sem geta til dæmis unnið að markaðssetningu og dreifingu á netinu. Við erum byrjuð að sjá þetta gerast, í umboðsmennsku erum við til dæmis komin með nokkur íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði. En í náinni framtíð myndum við vilja sjá íslensk fyrirtæki sem myndu sinna fleiri þáttum. Við erum til dæmis ekki með nein „publishing“ fyrirtæki hér á landi. Þar til mjög nýlega var þetta bara ekki raunhæfur möguleiki, en nú er allt hægt – tónlistarbransinn er að breytast svo hratt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“