fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fókus

Nýir íslenskir þættir um geðveikan forsætisráðherra

Björg Magnúsdóttir er í hópi þeirra sem skrifa handritið að nýjum þáttum frá Saga Film

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 10. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra með geðhvarfasýki hættir að taka lyfin sín, hegðun hans verður stöðugt ófyrirsjáanlegri og upp hefst æsileg og tragikómísk atburðarás í beinni útsendingu. Þannig væri hægt að lýsa atburðarás nýrrar sjónvarpsþáttaraðar með vinnutitilinn „Ráðherrann“ sem Saga Film framleiðir og RÚV hefur keypt sýningarréttinn á.

„Þessar vikurnar erum við að taka lokasnúning á handritunum, núna með leikstjórum sem dýpkar þetta allt saman. Stefnan er að þættirnir verði sýndir í Ríkisútvarpinu á næsta ári – sjö, níu, þrettán,“ segir Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og dagskrárgerðarkona, en hún skrifar handrit þáttanna ásamt þeim Birki Blæ og Jónasi Margeiri Ingólfssyni. Þau eru öll að þreyta frumraun sína á sviði handritsgerðar fyrir leikna sjónvarpsþætti, en eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa starfað á fréttastofum íslenskra fjölmiðla.

Björg segir að um dramatískan en mannlegan þátt sé að ræða en vonar líka að hann verði spennandi og skemmtilegur – „svo hefur auðvitað allt sínar kómísku hliðar ef fólk kýs að líta á þær.“

Hún neitar því að aðalpersóna þáttanna sé bein hliðstæða Donalds Trump eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hafa báðir verið sagðir af pólitískum andstæðingum sínum ekki ganga heilir til skógar: „Við erum að vinna með stærri hugmynd en eitthvað sem rúmast í þessum manneskjum sem þú nefnir. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fá innblástur víða. Bæði hér á Íslandi og um allan heim hefur verið við völd fjöldi manna sem fólk veit ekki hvort séu klikkaðir eða snillingar eða bara á undan sinni samtíð.“

Hún tekur ekki undir þær áhyggjur að raunveruleg þróun á pólitíska sviðinu undanfarin ár hafi hreinlega trompað alla skáldaða þætti sem fjalla um stjórnmál: „Stjórnmálin og það hvernig farið er með völd hefur alltaf verið risastór hluti af hverju einasta samfélagi og hvar sem hópar fólks eru. Þetta er síbreytileg og endalaus uppspretta spurninga um vald, stöðu, vinsældir, siðferði og mannlega hegðun í allri sinni dýrð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur hefur áhyggjur af földum faraldri sem spilar stóran þátt í lífi fólks – „Þessu fylgir mikil skömm“

Ragnhildur hefur áhyggjur af földum faraldri sem spilar stóran þátt í lífi fólks – „Þessu fylgir mikil skömm“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandssaga stórleikarans – Þekktur fyrir að sparka þeim þegar þær verða 25 ára

Sambandssaga stórleikarans – Þekktur fyrir að sparka þeim þegar þær verða 25 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona hófst ástarsamband hans og Jennifer – „Það tók langan tíma“

Svona hófst ástarsamband hans og Jennifer – „Það tók langan tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkurinn breytti algjörlega um útlit og fólk er agndofa – „Ég sagði: Mamma, þetta er ég“

Stjörnukokkurinn breytti algjörlega um útlit og fólk er agndofa – „Ég sagði: Mamma, þetta er ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“