fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Ewan McGregor í Fargo

Þriðja þáttaröðin hefur göngu sína í næstu viku

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2017 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja þáttaröð hinna margrómuðu þátta Fargo, verður frumsýnd vestanhafs þann 19. apríl næstkomandi. Fyrstu tvær þáttaraðirnar fengu lofsamlega dóma og eru þættirnir að margra mati í hópi þeirra bestu sem gerðir hafa verið.

Í þriðju þáttaröðinni mun Ewan McGregor fara með aðalhlutverkið, en þáttaröðin gerist í kringum St. Cloud og Eden Valley í Minnesota árið 2010. McGregor fer með hlutverk bræðranna Emmit og Ray Stussy sem elda grátt silfur saman. Emmit er myndarlegur og nýtur velgengni í sínu einkalífi, öfugt við skilorðsfulltrúann Ray sem kennir bróður sínum um ófarir sínar. Lítil bróðurkærleikur ríkir á milli þeirra og koma morð, glæpir og skipulögð glæpastarfsemi meðal annars við sögu í þáttunum.

Í hverri þáttaröð er tekið fyrir nýtt viðfangsefni með nýjum leikurum og nýjum söguþræði. Billy Bob Thornton og Martin Freeman fóru með áberandi hlutverk í fyrstu þáttaröðinni en Kirsten Dunst og Patrick Wilson með aðalhlutverkin í þeirri annarri.

Eins og að framan greinir hafa þættirnir hlotið mikið lof og eru þeir til að mynda með einkunnina 9,0 á kvikmyndavefnum imdb.com. Þá hafa þættirnir unnið til alls 32 verðlauna síðan þeir hófu göngu sína, þar á meðal Emmy- og Golden Globe-verðlaun. Líkt og í fyrstu tveimur þáttaröðunum verða þættirnir í þeirri þriðju tíu talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“