fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Dauði njósnarans

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið þriðjudagskvöld hóf RÚV sýningar á breskum spennuþætti, London Spy. Bretar kunna sitthvað fyrir sér þegar kemur að gerð vandaðra spennuþátta og því voru væntingarnar nokkrar. Fyrsti þáttur var afar hægur, það er að segja í byrjun. Danny, sem er gefinn fyrir næturlíf, kynntist hinum dularfulla Alex og þeir felldu hugi saman. Í fyrsta þætti voru þeir mestan part í faðmlögum. Ég verð að viðurkenna að mér þótti það frekar einhæft áhorf. Ég hresstist því nokkuð þegar Alex hvarf skyndilega og Danny leitaði hans árangurslaust en fann síðan líkið af honum. Undir lok þáttarins kom í ljós að Alex hafði sagt sitthvað ósatt um hagi sína og var starfsmaður í bresku leyniþjónustunni. Danny er vitanlega miður sín yfir að hafa misst ástmann sinn svo sviplega og virðist ætla að leggjast í rannsókn á láti síns heittelskaða.

London Spy er áberandi vel leikinn þáttur. Þarna er Jim Broadbent í aukahlutverki og bregst ekki nú fremur en fyrri daginn. Þættirnir eru nokkuð drungalegir en vonandi á spenna eftir að læða sér þar inn. Svo þurfa þeir að enda almennilega. Maður er orðinn dauðþreyttur á þeim fjölmörgu framhaldsþáttum sem enda í lausu lofti þannig að maður andvarpar og segir: Var þetta nú allt og sumt? Um leið er auðvelt að afgreiða áhorfið sem tímaeyðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði