fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Risið upp frá dauðum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski myndaflokkurinn Glitch sem RÚV lauk nýlega við að sýna var bæði áhugaverður og spennandi. Söguþráðurinn hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegur en nokkrir einstaklingar risu úr gröf sinni eins og ekkert væri og settu tilveru eftirlifandi í uppnám. Hinir upprisnu vissu ekki hvernig þeir höfðu dáið og mundu vart nöfn sín en smám saman áttuðu þeir sig. Einhverjir höfðu látist áratugum áður, aðrir höfðu ekki verið svo lengi neðan moldar. Á meðal hinna upprisnu var eiginkona sem látist hafði tveimur árum áður og mætti nú til að hitta eiginmann sinn en sá hafði ekki verið lengi að jafna sig og var komin með nýja konu sem var kasólétt. Hinni áður látnu eiginkonu var skiljanlega ekki skemmt. Þegar um sanna ást er að ræða þá á fólk að vera lengi að jafna sig en ekki þjóta í næsta samband við fyrsta tækifæri. Önnur eiginkona sem látist hafði áratugum áður hitti eiginmann sinn sem orðinn var fjörgamall og þjáður af Alzheimer. Ungur maður sem taldi sig hafa látist í stríði komst að því að saga hans var öðruvísi en hann hélt.

Einhver myndi kannski ætla að þáttur með söguþráð eins og þennan væri tóm þvæla en þættirnir einkennast af hugvitssemi og þar var allt afar vel gert. Þættirnir voru tilnefndir til fjölda verðlauna í heimalandinu og hlutu nokkur, þar á meðal sem besti dramaþátturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði