fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Andlitið passaði

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. september 2017 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Jefferies missir æruna ( Lost Honour Of Christopher Jefferies) var þáttaröð í tveimur hlutum sem RÚV sýndi fyrir skömmu á sunnudagskvöldum. Þetta var sláandi sjónvarpsefni. Þættirnir voru byggðir á sannri sögu Christophers Jefferies, fyrrverandi kennara. Christopher var, og er örugglega ennþá, sannur sérvitringur, einkennilegur í háttum og sérkennilega nákvæmur varðandi hin minnstu smáatriði. Þegar leigjandi hans var myrtur var Christopher grunaður um morðið og pressan slengdi myndum af honum á forsíðu og sagði hann vera kynferðispervert.

Af hverju hrapaði breska pressan að ályktunum í málinu? Í þáttunum svaraði Christopher því sjálfur þegar hann sagði:
„Andlitið passaði.“ Útlit hans var svo óvenjulegt að pressan hirti ekki um mannorð hans og taldi hann vera morðingjann. Jason Watkins var í hlutverki Christophers og túlkaði hann hreint og beint stórkostlega. Hann dró upp afar samúðarfulla mynd af manni sem var svo sérvitur og sérkennilegur að hann gat aldrei orðið allra. Um leið var hann svo miklu áhugaverðari og skemmtilegri en það venjulega fólk sem hann umgengst. Hann var original, ef manni leyfist að sletta.

Í þáttunum var varpað fram krefjandi spurningum um hlutverk fjölmiðla og hversu langt þeir geta leyft sér að ganga í myndbirtingu og fréttaflutningi í viðkvæmum málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. Hinn raunverulegi morðingi fannst og játaði að lokum. Það varð Christopher til bjargar. Það má virða það við fjölmiðla að þeir viðurkenndu mistök sín og greiddu honum háar skaðabætur, en ljóst er að í þessu máli hefðu þeir betur setið heima en af stað farið.

Jason Watkins hlaut verðskulduð BAFTA-verðlaun fyrir túlkun sína á Christopher. Þættirnir unnu einnig BAFTA-verðlaun sem besti stutti framhaldsþátturinn. Þarna fóru verðlaun sannarlega á réttan stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“