fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Stefnt í Færeyjum

Kris Kristofferson gert að mæta fyrir dómara

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og tónlistarmaðurinn góðkunni, Kris Kristofferson, þarf sennilega að skjótast til Færeyja um miðjan ágústmánuð. Þannig er mál með vexti að fyrir réttu ári sótti hann eyjarnar heim til að halda eina tónleika á G! Festival í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fann lögreglan marijúana í fórum listamannsins og það hugnaðist þarlendum yfirvöldum ekki.
Kris var handtekinn en sleppt skömmu síðar svo hann gæti haldið tónleikana, sem hann og gerði auk þess sem hann lét alla innkomu sína renna til barnaheimils Þórshafnar.

Kris er gert að mæta í réttarsal í Þórshöfn þann 14. ágúst til að standa skil gjörða sinna, en ekki liggur ljóst fyrir hvort hann mætir í eigin persónu og lítið liggur fyrir um afstöðu hans til ákærunnar.

Kris, sem er orðinn 81 árs, þarf vart að kynna enda hefur hann samið fjölda þekktra laga meðal annars Me and Bobby McGee, Why Me Lord og Help Me Make It Through The Night og hélt tónleika í Hörpu í september í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu