fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna

Jón Kalman meðal þrettán höfunda á langa tilnefningarlistanum

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna 2017 fyrir skáldsöguna „Fiskarnir hafa engar fætur“ í enskri þýðingu Phil Roughton. Hann er fyrsti íslendingurinn til að vera tilnefndur til þessara virtu bókmenntaverðlauna. Fiskarnir hafa engar fætur er ein þrettán bóka á lengri tilnefningalista (e. longlist) verðlaunanna í ár, í apríl verður svo tilkynnt hverjar bókanna komast á styttri tilnefningalistann og sigurvegarinn verður kynntur 14. júní næstkomandi.

Frá 2005 til 2015 voru alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin veitt annað hvert ár fyrir heildarverk höfundar utan Bretlands, en í fyrra voru þau veitt í fyrsta skipti fyrir eitt þýtt skáldverk. Þá var það kóreyski rithöfundurinn Han Kang sem hlaut verðlaunin fyrir bókina The Vegetarian.

Aðrir sem komast á langa tilnefningalistann í ár eru eftirfarandi:

Mathias Enard (Frakkland) fyrir Compass í enskri þýðingu Charlotte Mandell (útgefandi: Fitzcarraldo Editions).
Wioletta Greg (Pólland) fyrir Swallowing Mercury í enskri þýðingu Eliza Marciniak (útgefandi: Portobello Books).
David Grossman (Ísrael) fyrir A Horse Walks Into a Bar í enskri þýðingu Jessica Cohen, (útgefandi: Jonathan Cape)
Stefan Hertmans (Belgía) fyrir War and Turpentine í enskri þýðingu David McKay (útgefandi: Harvill Secker)
Roy Jacobsen (Noregur) fyrir The Unseen í enskri þýðingu Don Bartlett og Don Shaw (útgefandi: Maclehose)
Ismail Kadare (Albanía) fyrir The Traitor’s Niche í enskri þýðingu John Hodgson (útgefandi: Harvill Secker)
Yan Lianke (Kína) fyrir The Explosion Chronicles (í enskri þýðingu Carlos Rojas útgefandi: Chatto & Windus)
Alain Mabanckou (Frakkland) fyrir Black Moses í enskri þýðingu Helen Stevenson (útgefandi: Serpent’s Tail)
Clemens Meyer (Þýskaland) fyrir Bricks and Mortar í enskri þýðingu Katy Derbyshire (útgefandi: Fitzcarraldo Editions)
Dorthe Nors (Danmörk) fyrir Mirror, Shoulder, Signal í enskri þýðingu Misha Hoekstra (útgefandi: Pushkin Press)
Amos Oz (Ísrael) fyrir Judas í enskri þýðingu Nicholas de Lange (útgefandi: Chatto & Windus)
Samanta Schweblin (Argentína) fyrir Fever Dream í enskri þýðingu Megan McDowell (útgefandi: Oneworld)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið