fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

RaTaTam valinn listahópur Reykjavíkur 2017

Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar úthlutar styrkjum til listverkefna

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhópurinn RaTaTam hefur verið útnefndur Listahópur Reykjavíkur 2017 og hlýtur þar með 2 milljóna króna styrk til að halda starfi sínu áfram, en hópurinn vill „nýta leikhúsið til að opna á umræðu, stinga á kýli, ljá fegurðinni vængi og gera list sem skiptir samfélagið máli.“ Útnefningin og úthlutun annara styrkja menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar fór fram í Listasafni Reykjavík í Hafnarhúsi síðastliðinn mánudag.

Þá var tilkynnt að fjórar lykilhátíðir fá viðurkenninguna Borgarhátíð Reykjavíkur 2017 til 2019. Þetta eru Iceland Airwaves sem fær 14 milljónir króna á ári, HönnunarMars og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF sem fá 10 milljónir króna hvor og Hinsegin dagar – Reykjavík Pride sem fær 7 milljónir króna á ári frá borginni næstu þrjú ár.

Við úthlutunina var einnig tilkynnt um 67 verkefnastyrki og 13 samninga um menningarstarfsemi hópa og hátíða fyrir næstu ár. Hæstu nýju þriggja ára samningarnir eru við Stockfish kvikmyndahátíðina, sem mun frá 4.5 milljónir króna árlega, Bókmenntahátíð í Reykjavík sem mun fá 4 milljónir króna árlega og Menningarhúsið Mengi sem fær 2 milljónir króna á ári. Af öðrum menningarstyrkjum Reykjavíkurborgar árið 2017 má nefna nýjan þriggja ára samstarfssamning við Bíó Paradís sem nemur 17.5 milljónum króna árlega og annan til rekstrar Menningarfélagsins í Tjarnarbíói upp á 14 milljónir króna á ári.

Hæstu styrkina til einstakra verkefna hljóta Myrkir músíkdagar sem fær 2 milljónir króna, tónlistarhátíðin Secret Solstice Festival sem fær 1.5 milljón króna og Miðbaugs-Minjaverkefnið sem fær 1 milljón króna.

Hæsta rekstrarframlag Reykjavíkur til menningar- og listastarfsemi er þó sem fyrr til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eða 618 milljónir króna auk innri leigu fyrir húsnæðið á 413 milljónir króna. Framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árinu er þá áætlað um 214 milljónir króna og til Listahátíðar í Reykjavík 36 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir