fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Er Óskar Stella Blómkvist?

„Kauðskur kallahúmorinn minna sterklega á sögurnar um Stellu Blómkvist“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. desember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist bókagagnrýni eftir Friðriku Benónýsdóttur á Vísi um nýja glæpasögu sem ber heitið Verjandinn eftir Óskar Magnússonar fyrrverandi útgefanda Morgunblaðsins.

Verjandinn fyrsta bók Óskars og fjallar sagan um lögmanninn Stefán Bjarnason. Friðrika gefur bókinni tvær stjörnur af fimm í bókadómnum.

Það sem vakið hefur mesta athygli í dómnum er kenning Friðriku um að Óskar gæti allt eins verið rithöfundurinn dularfulli Stella Blómkvist.

Í dómnum segir Friðrika meðal annars:

„Í forgrunni er verjandinn sem bókin dregur nafn sitt af, Stefán Bjarnason, en sú persóna er heldur ekki skýrum dráttum dregin, enda snýst sagan af honum mest um kvennafar með aðskiljanlegustu konum og færnin sem málafærslumaður er greinilega algjört aukaatriði. Öll sú saga og ekki síður málfarið og kauðskur kallahúmorinn minna sterklega á sögurnar um Stellu Blómkvist og óneitanlega vaknar sú spurning hvort Óskar sé höfundur þeirra bóka líka. Það skyldi þó aldrei vera.“

Hver er Stella?

Stella Blómkvist hefur farið huldu höfði árum saman og með reglulegu millibili koma upp ýmsar tilgátur um hver hún raunverulega er. Þá hafa Davíð Oddsson, Guðbergur Bergsson, Árni Þórarinsson, Auður Haralds og Stefán Jón Hafstein verið nefnd sem hin raunverulega Stella Blómkvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir