fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Algóritmalaus morgunverður

Morgunverður meistaranna á Rás 1 er besti morgunþáttur landsins

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 23. desember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á öld algóritmans. Stærðfræðileg greiningartæki vefbókabúða, tónlistarbanka og myndbandaveita hafa lesið í neyslu þína, reiknað út hvernig týpa þú ert og hvað þú fílar. „Ef þú kannt að meta A, þá ættir þú að kíkja á B.“ Í hinum stafræna veruleika er okkur stöðugt stýrt í átt að því sem líklegt þykir að við kunnum að meta út frá fyrra neyslumynstri, og því hvað svipaðar týpur fíla: „Aðrir sem hlustuðu á X, kunna einnig að meta Y.“ Ef maður fylgir algóritmunum gagnrýnislaust er hætt við að maður festist í stöðugt afmarkaðri og einangraðri boxum, hlusti bara á glaðlega síð-miðaldakammertónlist, krúttlega balkan-skotna indípopptónlist, teknóskotið trap-rap frá Suðurríkjunum, og svo framvegis. Nýjungarnar sem við heyrum eru þá bara ótal keimlík tilbrigði við þetta eina stef sem okkur líkar.

Með seiðandi rödd og stóískri ró leiðir Pétur Grétarsson nývaknaða og hálfvankaða hlustendur milli ólíkra hljóðheima og inn í daginn.
Meistari Með seiðandi rödd og stóískri ró leiðir Pétur Grétarsson nývaknaða og hálfvankaða hlustendur milli ólíkra hljóðheima og inn í daginn.

Það eru stöðugt færri staðir þar sem maður kemst í tæri við hið óvænta. Það er meðal annars þess vegna sem Morgunmatur meistaranna á Rás 1 er uppáhaldsútvarpsþátturinn minn. Maður veit aldrei hvað kemur næst. Á eftir sígildri sinfóníutónlist heyrist einfalt þjóðlagapopp, því næst gamall djass og nýlegt rapp, svo ópera og tilraunakennd raftónlist. Allt þetta er listilega samtvinnað með mislangsóttum þematískum tengingum af þáttarstjórnandanum Pétri Grétarssyni (sem áður stýrði Hátalaranum – jafngóðum þætti á sömu stöð en öðrum tíma). Vissulega eiga verkin það yfirleitt sameiginlegt að vera viðmótsþýð og eiga vel við undir morgunmatnum. En þrátt fyrir það nær Pétur að hoppa fram og til baka, milli tímabila, stíla og stemningar á ófyrirsjáanlegan hátt. Með seiðandi rödd og stóískri ró leiðir hann nývaknaða og hálfvankaða hlustendur milli þessara ólíku hljóðheima og inn í daginn. Morgunverður meistaranna er orðinn að ómissandi þætti í morgunrútínunni minni.

Uppfært 26.12.16: Í upphaflega útgáfunni var rangt farið með nafn þáttarins og hefur það verið leiðrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“