fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Stal 271 Picasso-verki

Rafvirki Picasso dæmdur fyrir að stela hátt 300 listaverkum

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 77 ára rafvirkja, Pierre Le Guennec, og eiginkonu hans fyrir að stela 271 listaverki eftir Pablo Picasso.

Le Guennec starfaði sem rafvirki á heimili Picasso snemma á áttunda áratugnum, en listamaðurinn lést árið 1973. Árið 2010 tilkynnti hann um eignina og þótti fundur svo margra nýrra verka fréttnæmur á þeim tíma.

Le Guennec hélt því fyrst fram að Picasso sjálfur, en síðar að eiginkona hans, hefði gefið honum verkin. Þau voru reyndar bæði þekkt fyrir mikla gjafmildi en dómurinn taldi þó ólíklegt að þau hefðu gefið rafvirkjanum, sem heimsótti þau aðeins til að setja upp þjófavarnarkerfi, svo mörg verk.

Le Guennec þarf nú að skila verkunum, sem eru metin á milli 8 og 9 milljarða króna, til dánarbús Picasso. Rafvirkinn er enn fremur frændi eiginkonu Maurice Bresnu, einkabílstjóra og góðvinar Picasso, sem hefur verið sakaður um að stela hundruðum verka eftir listamanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Magnús Már: „Leggjast niður og fara að gráta eða nota þetta sem bensín“

Magnús Már: „Leggjast niður og fara að gráta eða nota þetta sem bensín“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður