fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Að sleppa takinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. október 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögusvið verksins Horft frá brúnni, sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld, er dimmt og fábrotið íbúðahverfi í grennd við Brooklyn-brúna á sjötta áratug síðustu aldar. Ítölsku hjónin Eddie og Beatrice hafa alið upp systurdóttur Beatrice, Katrínu, sem nú er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þau hjónin hafa einnig boðist til að hýsa frændur Beatrice, bræðurna Marco og Rodolfo, sem komnir eru ólöglega inn í landið.

Bræðurnir eru ólíkir. Marco á eiginkonu og þrjú börn heima á Ítalíu og hann sendir þeim samviskusamlega stærsta hluta launa sinna. Yngri bróðirinn, Rodolfo, eyðir hins vegar öllu í tísku, tónlist og skemmtanir. Eddie til mikillar skapraunar fella þau Katrín og Rodolfo hugi saman. Hann grunar að Rodolfo sé samkynhneigður og sé einungis að gera hosur sínar grænar fyrir Katrínu til þess að fá landvistarleyfi með hjónabandi.

Þetta þolir Eddie ekki, hann leitar til ítalska lögfræðingsins, hr. Alfieri, sem segir lögin ekki geta hjálpað honum í þessu máli. Hann ráðleggur Eddie að sleppa hendinni af Katrínu og leyfa henni að taka ábyrgð á eigin lífi. Þessu unir Eddie ekki. Þegar hann kemst svo að því að Rodolfo hefur sofið hjá Katrínu snýr hann sér til útlendingaeftirlitsins og segir til þeirra bræðra. Hann geldur fyrir svik sín.

Misjöfn frammistaða leikaranna

Hilmir Snær fer með hlutverk Eddie. Að þessu sinni er freistast til þess að skafa svolítið sjarmann af Hilmi Snæ og það virkar ágætlega. Áhrif bumbunnar á hreyfigetu leikarans voru þó kannski svolítið of mikil, Hilmir er að nálgast fimmtugt og mátti alveg hreyfa sig eðlilega þrátt fyrir púðann á maganum. En hann heldur sýningunni uppi og gerir það vel að vanda.

Harpa Arnardóttir leikur eiginkonuna, Beatrice. Eftir svolítið veika byrjun í upphafi verksins náði hún sér á strik og sýndi alveg fantagóðan og í raun óaðfinnanlegan leik.

Með hlutverki Katrínar fer Lára Jóhanna Jónsdóttir. Nær alla sýninguna notaði hún einhvers konar tilbúna flauelsrödd. Þetta er væntanlega leikstjórnarlegt atriði, líklega til þess ætlað að skapa „femme fatale“ áhrif en það misheppnaðist alveg. Rödd hennar var flöt, tilgerðarleg og þar af leiðandi kynþokkalaus. Það var ekki fyrr en í dramatískum enda verksins að hennar rétta rödd kom fram og túlkunin náði flugi.

Stefán Hallur Stefánsson fer mjög vel með hlutverk eldri bróðurins, Marco, en ég var ekki alveg eins hrifin af Snorra Engilbertssyni í hlutverki Rodolfo. Tengsl hans við bæði Marco og Katrínu voru aldrei nógu trúverðug, ekki síst þar sem þau hætta bæði framtíð sinni fyrir hann í lok verksins.

Arnar Jónsson lék lögfræðinginn, hr. Alfieri. Þetta er ögrandi hlutverk sögumannsins sem horfir frá brúnni á milli heima og tíma. Hann veit í upphafi að búið er að skrifa síðasta kafla verksins. Arnar greip til gamalla takta í byrjun sýningarinnar. Í stað þess að tala beint við áhorfendur og trúa þeim fyrir sögunni, fór allt hans kapp í kunnuglegan raddbeitingarrússíbana. Þar var til skiptis hvíslað og mælt af yfirgengilegri raust, gjarnan allt í sömu setningu líkt og bilað hljóðkerfi. Ég býst við að annar hver leikari geti leikið þetta eftir en það er vandasamara að vera einlægur og trúverðugur. Það tókst Arnari hins vegar ágætlega í lok leikritsins þar sem hann átti mun betri sprett og tengdist verkinu betur.

Firnamikið myrkur

Það eru sterk „film noir“ áhrif í þessari uppfærslu. Hvít birta úr þröngum ljóskösturum sker myrkrið sem umlykur sviðið allan tímann og lýsir upp þær hliðar sem persónurnar kjósa að sýna. Þetta er áhugaverð tilraun og vel unnin en gagnast þó sýningunni ekki vel. Að mínum dómi var myrkrið einfaldlega of fyrirferðarmikið á þessu stóra sviði, leikararnir duttu niður í notalegan hraða og óþarfa værð færðist yfir áhorfendur. Þegar ókunnugur sessunautur minn var búinn að leyfa sér tvo stóra geispa átti ég fullt í fangi með að fara ekki að dæmi hans.

Mikil hugsun hefur verið sett í leiksviðið sem snýst í ótal hringi og sýnir stöðugt nýjar myndir þrátt fyrir myrkrið á sviðinu. Slagsmálaatriðin voru vel unnin og nýttu hringsviðið með eftirminnilegum hætti.

Enginn leikstjórnarsigur

Mér þykir Stefan Metz ekki hafa sýnt slíka leikstjórnarlega yfirburði að sækja þurfi hann ítrekað hingað til lands. Ég er handviss um að það séu til fleiri erlendir leikstjórar sem fengur gæti verið af að fá til landsins. En þetta er eitt af bestu leikhúshandritum síðustu aldar og þeir frábæru leikarar sem manna þessa sýningu munu örugglega skína skærar í hlutverkum sínum eftir því sem sýningum fjölgar.

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum