fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Fonda skotin í Redford

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 23. september 2016 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jane Fonda, sem er 78 ára gömul, segir að sér hafi aldrei liðið betur en einmitt núna. Leikkonan er þrígift og þrífráskilin og eiginmennirnir Roger Vadim, Tom Hayden og Ted Turner héldu allir framhjá henni, sá síðastnefndi mánuði eftir brúðkaup þeirra. Nú býr hún með plötuframleiðandanum Richard Perry. Leikkonan segir að eftir skilnað sinn við Ted Turner hafi hún ákveðið að lifa í sátt við sjálfa sig. Hún segir að mistökin sem hún hafi gert í einkalífi hafi verið þau að hrífast af slæmu strákunum vegna þess að henni hefði þótt þeir spennandi. Hún hafi ekki áttað sig á því fyrr en seint og síðar meir hversu miklu máli góðvild skipti. Nú sé hún svo heppin að búa með manni sem sé góð persóna.

Fonda hefur nóg að gera og mun leika á móti Robert Redford í nýjum Netflix-sjónvarpsþætti, Our Souls, sem fjallar um tvö gamalmenni í smábæ. Bæði hafa misst maka sína og taka upp ástarsamband. Fonda og Redford hafa leikið saman í þremur kvikmyndum og leikarinn hefur sagt að vinátta þeirra sé djúp og sönn. Leikkonan tekur í sama streng. „Í hvert sinn sem við unnum saman varð ég skotin í honum,“ segir Fonda. Það eru rúm 30 ár síðan þau léku síðast saman, í myndinni The Electric Horseman. „Það snertir mig djúpt að vera að vinna með honum núna, þegar ég er að nálgast áttrætt og hann orðinn áttræður,“ segir Fonda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði