fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Jón Viðar ósáttur við forsetann: „Hér er hann kominn langt út fyrir verksvið sitt“

Guðni tjáði sig um Djöflaeyjuna – Jón Viðar ráðleggur honum að sleppa því

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2016 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, er ósáttur við uppátæki Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á dögunum.

Djöflaeyjan eftir Einar Kárason og í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar var frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið og var almennt góður rómur gerður að sýningunni.

Einn þeirra sem viðstaddur var frumsýninguna var nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Á vef Þjóðleikhússins er vitnað í ummæli sem Guðni lét falla á Facebook-síðu sinni að sýningu lokinni.

„Við móðir mín sátum frumsýningu söngleiksins Djöflaeyjunnar í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld. Skemmtum okkur stórvel. Fínn leikur, flott sviðsmynd, skemmtileg lög. Íslenskt og alþjóðlegt yfirbragð í senn. Á auðvitað vel við því sagan er öðrum þræði um þann vanda sem við þurftum að glíma við þegar við færðumst á örskotshraða nær umheiminum en við höfðum áður kynnst,“ sagði Guðni.

Jón Viðar, sem um árabil hefur skrifað leikdóma og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu í leikhúsfræðum, virðist vera mjög ósáttur með að Guðni hafi tjáð sig um sýninguna og sé farinn að „stunda leiklistarkrítík“ eins og hann segir í þræði á Facebook-síðunni Menningarátökin.

„Það er sannarlega nýjung, og hún óvænt. Við megum kannski eiga von á því að forsetinn gagnrýni tónleika í Hörpu, myndlistarsýningar sem honum er boðið á, nýjar íslenskar bíómyndir, og svo framvegis? Hann er hæstánægður með sýningu leikhússins á Djöflaeyjunni (í nýrri leikgerð), enda yfirlýst markmið hans að vera bjartsýnn og jákvæður þjóðarleiðtogi. Á það lagði hann mikla áherslu í kosningabaráttunni og eflaust kusu ýmsir hann út á það,“ segir Jón Viðar sem bendir á að María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi, hafi tjáð sig um sýninguna.

Og ólíkt Guðna hafi hún ekki verið ýkja hrifin af sýningunni og fundið að fjölmörgu í stuttum en yfirgripsmiklum leikdómi sínum.

„Nú hef ég sjálfur ekki enn séð sýninguna, en mun auðvitað gera það við fyrstu hentugleika. Ég veit því ekki hvort ég verð fremur sammála forsetanum en Maríu. Ég veit hins vegar að María er fagmaður í leiklist, en forsetinn ekki. Og svona almennt séð myndi ég ráða honum frá því að halda áfram á þessari braut. Hér er hann kominn langt út fyrir verksvið sitt – og þekkingarsvið. MJÖG MJÖG langt!,“ segir Jón Viðar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“