fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Dýrleg lesning

Bókadómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 15. maí 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk klassík er kiljuritröð sem Forlagið hefur gefið út á síðustu árum. Eins og heitið ber með sér samanstendur ritröðin af endurútgáfu á íslenskum öndvegisverkum. Það ber að fagna þessari útgáfu því mikilvægt er að nýjar kynslóðir hafi greiðan aðgang að því besta sem skrifað hefur verið á íslensku.

Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur var sannarlega ritfær maður og það svo mjög að hrein unun er að lesa skrif hans. Sverrir var annar höfunda Íslenskra örlagaþátta sem komu út á árunum 1964–1973 en hinn var Tómas Guðmundsson skáld. Úrval af þáttum Sverris er nú komið út í ritröðinni Íslensk klassík og er það mikið fagnaðarefni því hér er á ferð dýrleg lesning. Það er vel við hæfi að annálaður stílisti Guðmundur Andri Thorsson skrifi formála bókarinnar þar sem hann fjallar um Sverri á afar fallegan og næman hátt.

Þættirnir í þessari bók eru tíu og Sverrir kemur víða við, segir frá þekktum mönnum eins og Hallgrími Péturssyni, Bólu- Hjálmari og Bjarna Thorarensen en fjallar einnig um óþekktari einstaklinga og áhrifamesti þátturinn er sennilega sá sem fjallar um örlög niðursetnings á 20. öld. Þættirnir eru frábærlega vel stílaðir, frásagnargáfa Sverris er mikil og smitandi og hann hefur einstakt lag á að sviðsetja atburði og lesa inn í huga persóna þannig að lesandinn trúir því að einmitt þannig hafi þetta verið. Dæmi um þetta er þegar höfundur segir að ugg hafi sett að Ragnheiði Brynjólfsdóttur þegar hún las sálminn Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Pétursson í fyrsta sinn og orðin hafi hljómað eins og feigðarspá fyrir eyrum hennar. Glímu Bólu-Hjálmars við drauginn Skottu er lýst á svo magnaðan hátt að lesandinn getur ekki annað en trúað hverju orði í frásögninni meðan hann les, þrátt fyrir að allt sé þar með miklum ólíkindum. Þeir sem eru nákvæmastir kunna að finna að þeim skáldlegu tilþrifum sem Sverrir sýnir svo oft og halda því fram að þau séu ekki yfirveguð sagnfræði en líklegt er að allflestir lesendur heillist einmitt sérstaklega af þeim hæfilega höfundar að gæða frásögn sína skáldlegri spennu.

„Það er vel við hæfi að annálaður stílisti Guðmundur Andri Thorsson skrifi formála bókarinnar.“
Stílisti skrifar um stílista „Það er vel við hæfi að annálaður stílisti Guðmundur Andri Thorsson skrifi formála bókarinnar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í þættinum um Bjarna Thorarensen er sagt frá manni sem var í meira lagi refsiglaður. Sverrir hefur sérstakt lag á að skapa samúð með þeim persónum sem hann skrifar um en þessi þáttur sker sig frá öðrum þáttum bókarinnar að því leyti að nær ómögulegt er að hafa samúð með aðalpersónunni svo harðlynd og ofstækisfull er hún. Í þættinum Köld eru ómagans kjör þar sem sagt er frá hinum unga Páli Júlíusi og óblíðum örlögum hans er samúð lesandans alfarið með hinni ólánsömu aðalpersónu og hætt er við að einhverjir komist við.

Örlagaþættir Sverris Kristjánssonar svíkja engan. Það er ekki hægt að mæla nógsamlega með þessari bók. Lesið og njótið. Það er varla hægt að upplifa Íslandssöguna á skemmtilegri hátt en í örlagaþáttum Sverris Kristjánssonar. Maður hreinlega uppveðrast og endurnærist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar